Sennilega allnokkuð enn í botninn

Markaðurinn hefur rokið upp um 300% á fimm árum (úr 1300 í 5400) þannig að 40% leiðrétting virðist bara pínöts. Ríkissjóður er síðan beisíkalli gjaldþrota -eins og hefur verið lýst hér á blogginu- sem fyrr eða síðar hlýtur að koma alvarlega niður á lánshæfimati hans og síðan óhjákvæmilega fjármálafyrirtækjanna. Fyrirboði þess er stórhækkandi skuldatryggingaálag bæði ríkissjóðs og bankanna.

 


mbl.is Hlutabréf lækka í byrjun dags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ekki ríkissjóðs, samkv Standard og P.

En ef mark er takandi á yfirmanni greiningardeildar Morgan Stanley um að Kaupþing sé með 480 punkta álag og aðrir ísl bankar þurfi að líða fyrir þessa stöðu, er þungt fyrir fæti í framtíðinni.

Lestu þetta viðtal á Viðskipti á Mbl.is, orðfærið er EKKI varfærið um KGB bankann.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 14.1.2008 kl. 12:06

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ríkissjóður er gjaldþrota af þeirri einföldu ástæðu að seðlabankinn er marklaus skrípastofnun sem er með gjaldeyrissjóð upp á einn tíunda hluta skammtímaskulda þjóðarbúsins og það eftir að skattgreiðendur neyddust til að taka 90 milljarða lán fyrir rúmu ári til að koma því hlutfalli úr svo til engu í nánast ekkert.

Þessar skammtímaskuldir geta eðli málsins samkvæmt verið innkallaðar svo til þá og þegar sem myndi þýða algjört hrun  krónunnar. Miðað við umfang bankakerfisins og skammtímaskuldir þjóðarbúsins þyrfti alvöru seðlabanki að vera með varlega áætlað 1000 milljarða í gjaldeyrissjóði en þó við reiknuðum með "aðeins" 500 milljörðum þá er ljóst að ríkissjóður getur aldrei slegið slíkar fjárhæðir. Hann er því í raun gjaldþrota.  

Baldur Fjölnisson, 14.1.2008 kl. 12:18

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Vegvísir - greining og markaðir - 10. janúar 2008 15:35

http://www.landsbanki.is/markadir/greiningar/vegvisir/?NewsID=10794

Skuldatryggingarálagið hækkaði gífurlega í gær

Skuldatryggingarálag íslenska ríkisins hækkaði um 50,7 punkta í gær. Álagið hefur haldist nokkuð stöðugt fram í byrjun nóvember á síðasta ári þegar álagið hækkaði skyndilega úr 11 punktum upp í rétt rúmlega 80 punkta í lok desember. Í byrjun ársins lækkaði skuldatryggingarálag ríkisins á ný niður í rúma 60 punkta en síðustu þrjá viðskiptadaga hefur það hækkað stöðugt og eins og áður sagði var methækkun í gær þar sem álagið fór í 126,7 bp.
 

Álag Íslands í sama flokki og nýmarkaðslönd
Hækkun á skuldatryggingarálagi Íslands síðustu daga setur Ísland á svipaðan stað og skuldatryggingarálag svokallaðra nýmarkaðslanda (e. emerging markets). Þannig er skuldatryggingarálag Kazakhstan 239 bp, Lettlands 165 bp, Búlgaríu 119 bp, Suður Afríku 112 bp og Rússlands 101bp.


 
Álag bankanna við hæstu mörk
Í kjölfar hækkunar á álagi íslenska ríkisins í gær hækkaði skuldatryggingarálag bankanna um mestu einstöku punktahækkun frá upphafi. Álag Glitnis hækkaði mest eða um tæplega 51,7 bp, álag Kaupþings hækkaði um 41,7 bp en álag Landsbankans um 35,8 bp. Skuldatryggingarálag Glitnis var í gær tæplega 8 sinnum hærra en á sama tíma á síðasta ári, álag Kaupþings var rúmlega 7 sinnum hærra og álag Landsbankans rúmlega 5 sinnum hærra.
 

Skuldatryggingarálagið hækkaði síðast mikið í kjölfar breytinga S&P á horfum íslenska ríkisins úr stöðugum í neikvæðar. Álag Kaupþings og Landsbankans náði í gær ekki því álagi sem það fór í þá en álag Glitnis er aftur á móti 9,2 punktum hærra en nokkru sinni áður. Samkvæmt nýjustu tölum frá Bloomberg hefur skuldartryggingarálag bankanna, að undanskildum Landsbankanum, lækkað lítillega í dag. Álagið er nú 272,5 hjá Glitni, 355,8 hjá Kaupþing og 207,5 hjá Landsbankanum.

Baldur Fjölnisson, 14.1.2008 kl. 14:21

4 identicon

Snillingarnir í Seðlabankanum hafa nú ekki miklar áhyggjur af þessu.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 14:41

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Enda eru þeir í vanmáttugri skrípastofnun sem er til athlægis bæði hér og erlendis.

Baldur Fjölnisson, 14.1.2008 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband