Spádómar fyrir 2008

Verða framreiddir í amk. 20 innleggjum næstu 2 vikurnar en byrjum á nr. 1 - bloggið mun vinna sér enn  vaxandi áhrif á kostnað ruslpósts (sem eitt sinn kallaðist fjölmiðlar). Miklu meira síðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þetta list mér vel á .

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 31.12.2007 kl. 02:02

2 identicon

Sammála. Ég tel að bloggið muni vaxa gríðarlega. Þetta sést vel á því hversu margar fréttir eiga upptök sín á blogginu.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 08:09

3 Smámynd: gudni.is

Ég er ánægður með þig.

Kv,, Guðni

gudni.is, 31.12.2007 kl. 14:35

4 Smámynd: Túrilla

Góður

Gleðilegt ár, kæri bloggvinur. Hlakka til að lesa fleiri spádóma.

Túrilla, 1.1.2008 kl. 11:45

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gleðilegt ár og megi nýtt ár verða þér gott og vonandi verður þú áfram með "puttann" (eða alla höndina) á púlsinum á þjóðinni.

Jóhann Elíasson, 2.1.2008 kl. 11:20

6 Smámynd: Halla Rut

Gleðilegt ár...!!!

Ég er viss um að bloggið á eftir að vaxa en frekar og virka en meira sem eftirlit.   

Halla Rut , 2.1.2008 kl. 13:59

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Takk og sömuleiðis ævinlega. Bestu óskir.

Já, ekki leyndi sér gremjan út í bloggið í heldur andlausu áramótaskaupi. Baráttan um tíma fólks mun fara enn harðnandi á árinu og ruslpósturinn mun áfram fara halloka. Sjálfur hef ég ekki aðgang að öðrum imbum í kassanum en RUV, Skjá einum og Omega og reyni að forðast þá eftir fremsta megni. Ég sæki það á netið sem ég hef áhuga á og dánlóda töluverðu af hvers kyns heimildarmyndum og einstaka kvikmyndum líka, auk ýmiss konar útvarpsefnis og bóka. Og þetta gera sífellt fleiri og það kemur niður á imbakassanum og öðrum fjölmiðlum. Fólk hefur jú bara ákveðinn tíma til ráðstöfunar. Mér skilst að RUV sé gjörsamlega að koðna niður undan þessu ástandi og uppgjöfin birtist í sífellt þynnri og aumingjalegri dagskrá. Varla mun það skána á árinu 2008.

Annars held ég að árið verði fremur hagstætt til lands og sjávar en það má búast við miklum óróa áfram á fjármálamarkaðnum. Tiltrúin er að bresta og aðeins farið að örla á smá tortryggni þrátt fyrir (eða kannski vegna?) ákaft hæp og kóerí ruslpóstsins margnefnda. Mig minnir að það hafi verið Galbraith sem sagði sem svo að það væri mest gömul klisja að markaðir byggðust fyrst og fremst á tiltrú og jákvæðum væntingum heldur væri frekar um að ræða rótgróinn skort á tortryggni. Og sjálfsagt mikið til í því. Þegar efnahagskerfið byggist orðið á að lána öllum og hundinum líka fyrir öllum mögulegum og ómögulegum hlutum og augýsa draslið jafnframt stíft í ruslpósti þá heyrast nú varla mörg styggðaryrðin í garð slíks kerfis frá stjórnmálamönnum og ruslpósti sem eru kostaðir af kerfinu sem rekur alla þessa markaðs- og sölumennsku hvort sem um skuldapappíraframleiðslu eða varning og eignir er að ræða.

Það er farið að hrikta all skuggalega í þessu skuldapappírakerfi og þegar Davíð Oddsson lætur opinberlega í ljós áhyggjur af vafasömum hlutabréfaviðskiptum þá getið þið bókað að einhverjir í innsta hring Sjálfstæðisflokksins sitja uppi með vafasöm húsnæðis- og hlutabréfaskím.

Hugsanlega gufar einn bankanna upp á árinu en þó ekki því skattgreiðendur munu redda honum fyrir horn í þágu þessa venjulega pilsfaldakapítalisma hægri kommúnista á borð við Davíð og kó. Því miður hefur ríkissjóður ekki neitt bolmagn til að standa í slíkum reddingum (sem myndu án efa kosta hundruði milljarða) þar sem slíkar risalántökur (ef þær fengjust á annað borð) myndu valda hruni á lánshæfismati þjóðarbúsins í heild. Sjáum hvað setur. Meira síðar.

Baldur Fjölnisson, 2.1.2008 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband