5.12.2007 | 18:07
Kirkjan stal jólunum eins og þau lögðu sig frá heiðingjum
Á fjórðu öld úrskurðaði rómverska kirkjan að Jesús, nýjasti sólguðinn, hefði fæðst hinn 25. desember. Samt var ekkert í ritningunni að finna um fæðingardag hans og er ekki enn. Svo mikið er víst að ekki kom hann í heiminn þegar fjárhirðar voru með fénað sinn úti á kaldasta tíma ársins í mið-austurlöndum. Þannig að ef hann var yfirleitt til þá fæddist hann augljóslega á heitari tíma ársins.
Þegar ríkisrekna rómverska kirkjan var að koma undir sig fótunum var hún í mikilli samkeppni við mjög gamlan og vinsælan heiðinn sið. Sólguðinn Míþras var mikils metinn og fæðingardagur hans var að sjálfsögðu 25. desember af augljósum ástæðum. Hátíðir til heiðurs honum voru stórbrotnar svo ekki sé meira sagt og kirkjan brást við því með því að skella sama afmælisdegi á sinn sólguð og ekki síst til að reyna að lokka heiðingja til sín.
Næstu innlegg: um jólatrén, jólaljósin, jólasveininn - allt úr heiðnum sið.
Um bloggið
Baldur Fjölnisson
Nýjustu færslur
- Torfi Stefáns bannaður ævilangt
- OL í skák. Landinn malaði Keníu í 9. umferð
- OL í skák: Landinn í 88. sæti eftir 8 umferðir
- Meðaljónar í skákinni
- Baggalútur - Sagan af Jesúsi
- Eitrað fyrir lýðnum?
- Óvenjulega döpur taflmennska innfæddra einkennir Reyjavíkursk...
- U.S. Rushes Coolant to Japanese Nuke Plant After Earthquake
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Björgvin Gunnarsson
- Brynjar Jóhannsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Eygló Þóra Harðardóttir
- FreedomFries
- Fríða Eyland
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gestur Guðjónsson
- Gils N. Eggerz
- Gullvagninn
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gísli Hjálmar
- Hagbarður
- Halla Rut
- Haraldur Haraldsson
- Hilmar Kári Hallbjörnsson
- Hlekkur
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ragnarsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Tómasson
- Kári Magnússon
- Loopman
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Promotor Fidei
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sandra María Sigurðardóttir
- SeeingRed
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Þórðarson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- el-Toro
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Tryggvi Hjaltason
- TómasHa
- Túrilla
- Upprétti Apinn
- gudni.is
- haraldurhar
- proletariat
- Ívar Pálsson
- Ómar Ragnarsson
- Ónefnd
- Óskar
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórir Kjartansson
- Arnar Guðmundsson
- Bara Steini
- Birgir R.
- Birgir Rúnar Sæmundsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Dingli
- eysi
- Gestur Kristmundsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- kreppukallinn
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Neo
- Orgar
- Ragnar L Benediktsson
- Rauði Oktober
- Skákfélagið Goðinn
- Sveinn Þór Hrafnsson
- Vilhjálmur Árnason
- Þór Ludwig Stiefel TORA
Athugasemdir
Markaðssetning jólanna sem kristinnar hátíðar (og verslunarorgíu) kemur að sjálfsögðu fyrst og fremst frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Púrítanar í BNA voru lengi vel tregir til að standa í jólastandi vegna þess að þeir vissu vel að þetta var heiðin hátíð og vildu ekkert með hana hafa (og vilja margir ekki enn). Um 1850 birtist mynd í London Illustrated News af kóngafamilíunni við jólatré og fljótlega var því jólatréð komið inn á flest heimili um jólin. A Christmas Carol eftir Charles Dickens hafði líka gríðarleg áhrif og hann þénaði feitt á að ferðast um Bandaríkin og lesa upp úr því hugljúfa ævintýri. Þetta eru stórir og áhrifamiklir viðhorfahönnuðir þess tíma og smám saman síast þeirra fallegi áróður í gegn. Um 1890 var jóladagurinn orðinn frídagur í öllum ríkjum Bandaríkjanna.
Baldur Fjölnisson, 5.12.2007 kl. 19:01
Nútímamaðurinn er rosalega mettaður af nútímanum og vill hann gleyma því að 1. grunneðli mannsins hefur ekkert breyst hið minnsta síðustu 50 þúsund ár og 2. tilvera hans byggist á ævagömlum hefðum sem engin ríkisúrskurðuð trúarbrögð fá breytt. Almenningur veit alltaf hvað klukkan slær þrátt fyrir aldalangar ofsóknir, pyndingar og manndráp og heiladrepandi skólakerfi og fjölmiðla. Þess vegna hafa heiðnir siðir lifað og kirkjan með sinn einræðissinnaða guð neyðst til að stela þeim. Hinn heiðni siður hefur þrátt fyrir allt meikað meiri sens en ævintýradella kirkjunnar. Þetta er víst hin hræðilega niðurstaða.
Baldur Fjölnisson, 5.12.2007 kl. 19:21
Því er nú aldrei haldið fram að Jólin eigi að vera fæðingardagur Krists, heldur er fagnað fæðingu Krists á jólunum. Það þýðir ekki að hlusta á Kaþólsku kirkjuna, það er pólítík.
Snýst allt um kærleik my brotha
mér þykir vænt um þig
RSPCT
Tryxter
Tryggvi Hjaltason, 5.12.2007 kl. 20:04
Þá er það jólatréð. Það er nátengt heiðnum sið enda voru fornaldarbúar afar náttúrutrúandi af skiljanlegum ástæðum því þeir áttu allt undir sólinni og náttúrunni og uppskerunni og veiðidýrum og svo framvegis. Þeir unnu ekki hjá ríkinu sem vandamálafræðingar og þeir sóttu ekki sínar nauðsynjar í 10-11. Frá þeirra sjónarhóli var tilveran stýrð og tryggð af yfirnáttúrulegum kröftum, þeir voru til og lifðu vegna velvildar guðanna (náttúrunnar). Að sjálfsögðu datt þessum heiðingum ekki í hug að leggja alla ábyrgð á einn guð, slíkt hefði verið hin versta óvirðing og áníðsla og engan veginn praktískt. Þeir voru því með marga guði og anda sem redduðu þeim og tré voru mjög mikilvæg í því tilliti því tóku menn eftir að þau voru langlíf og hlutu því að hafa góðan og hagstæðan anda í hættulegum og óvissum heimi. Þegar myrkrið var algjört um miðjan vetur og sólin að deyja og allt í lágmarki brugðu menn því á það ráð að taka tré og setja það inn í sín heimkynni og skreyta það og vegsama í von um að fá til sín velvilja hins öfluga trjáguðs.
Baldur Fjölnisson, 5.12.2007 kl. 20:08
Tryggvi, kaþólska kirkjan bjó til hefðina um Krist enda var hún allsráðandi í veruleikahönnun heimsins þar til nýpápistar klufu hana. Lúter og kó voru jú kaþólikkar, því verður ekki á móti mælt. Lúter hélt tórunni aðeins vegna þess að valdamenn í Þýskalandi sáu sér hag í að hirða eignir sem kirkjan hafði sölsað undir sig með hótunum og fjárkúgunum.
Baldur Fjölnisson, 5.12.2007 kl. 20:25
Kirkjujarðirnar vor teknar (hér á landi) af kaþólsku kirkjunni. Síðan voru þessar jarðir afhentar ríkinu. Laun til presta eru réttlætt með þessum jörðum sem upphaflega voru teknar ófrjálsri hendi af kaþólskum. Alltaf þegar umræða fer af stað um að hætta að borga laun presta þá fara þeir að tala um þessar jarðir.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 21:32
Já og þetta snýst um grundvallaratriði. Auð og völd. Hvað skapar hin raunverulegu völd? Þeir sem stjórna matvælamarkaði og bankastarfsemi landsins? Hefur ruslpósti landsins dottið í hug að spá í trúarlegar hugmyndir þessarra fjármálamógula? Hvað með hugsunardrepandi skólakerfi sem auðtrúa leppar þessa valds hafa komið á?
Baldur Fjölnisson, 5.12.2007 kl. 22:02
Leppbjálfar í menntamálaráðuneytinu hafa skipulega skliað okkur treglæsu fólki og það er vegna þess að leppbjálfum hefur verið skipulega plantað þar. Orsök - afleiðing.
Baldur Fjölnisson, 5.12.2007 kl. 22:08
Einhver kjáni sem einhvern veginn tókst að ljúga á þing með auglýsingum í mogganum útilokar ekki að einhverævintýravitleysa hafi skapað heiminn. Einhverjir sækóar fundu út að þessi vitleysingur væri einmitt aðilinn til að að leiða gerviháskóla á háskólastigi. Gjörið svo vel að vakna.
Baldur Fjölnisson, 5.12.2007 kl. 22:20
Við framleiðum ólæst fólk í hrönnum og það er vegna þess að um meðvitaða stefnu er að ræða og ofrurauða bjalfum
hefur skipulega verið rðað í menntamálin.
Baldur Fjölnisson, 5.12.2007 kl. 23:01
"Great minds think alike" (stolið einhversstaðar frá), ég fagna þessari umfjöllun, enda sjálfur kominn í jólaskap, og bendi þeim sem vilja lesa og argast meira út í okkur sól-kenningasmiðina að lesa einnig pistil minn "Heljarinnar Jól (I)"
Gullvagninn (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 07:43
Trúarbrögð eru hönnuð af mönnum og þau hafa verið í mótun frá örófi alda. Fyrir 1500-2000 árum þegar Jesús, nýjasta sólgoðið, kom til sögunnar var fyrir löngu búið að reyna ótal goð og guði og ekki hægt að neinu leyti að vera frumlegur.
Kirkjan er stjórntæki og hefur verið nátengd stjórnvöldum frá því að hún var svikin af stað. Hún er í rauninni fasískt fyrirbæri og að sjálfsögðu hélt vatíkanið ekki vatni yfir stórvinum sínum Hitler, Mussolini, Franco og Salazar. Og enn í dag flaðrar hún upp um fasistahyski. Stríðsglæpamaðurinn Tony Blair tók nýlega kaþólska trú og sjálfsagt gerir sækóinn George W. Bush það líka á endanum.
Baldur Fjölnisson, 6.12.2007 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.