Það sem er langyfirkeypt vantar á endanum kaupendur

Það eru allir sótraftar búnir að gera út á kaupahliðina árum saman og þegar það er fullmjólkað koma seljendur inn. Það er klassískt og mjög eðlilegt og nauðsynlegt á öllum mörkuðum. Úrvalsvísitalan virðist vera í fremur slæmu tæknilegu áfalli eins og stendur en er þó í rauninni aðeins um 25% neðan við sögulegan topp og á svipuðu róli og hún var um áramótin. Ég held að hún geti allt eins testað 5000-5500 á næstu vikum/mánuðum en það fer eftir ýmsu td. hversu hratt alþjóðlegt bankakerfi gufar upp.
mbl.is Hlutabréf halda áfram að lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ríkissjóður er vita gjaldþrota eins og áður hefur komið fram og því munu lánshæfieinkunnir hans óhjákvæmilega hrynja á næstunni, og raunar sjáum við þegar merki þess. Þar sem það er alveg óþekkt hjá lánshæfiskrifstofum að hið opinbera í einu landi sé með lakara lánshæfi en bankar og önnur fyrirtæki þá mun sem sagt lánshæfi bankanna hrynja ásamt lánshæfi ríkisins.

Baldur Fjölnisson, 22.11.2007 kl. 11:48

2 identicon

Eiga þeir þetta ekki mest sjálfir þannig að þeir passa að bréfin falli ekki of mikið.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 15:12

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þeir eiga mikið sjálfir og svo eru krosseignatengsl milli félaga. Þannig að þetta er mikið spurning um tryggð. En núna er mikill órói á erlendum hlutabréfa- og gjaldeyrismarkaði og margir í standandi vandræðum með sín skím og bankar lána varla hver öðrum lengur. Tryggð og traust innan fjármálakerfisins sjálfs er sem sagt að bresta og fyrst og fremst vegna ónýtra skuldapappíra sem þar hafa gengið á milli banka og annarra fjármálastofnana.

Baldur Fjölnisson, 22.11.2007 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 116231

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband