Það gæti verið smá kusk á hvítflibbanum

Davíð má hafa skoðanir, við megum öll hafa skoðanir. En nútíminn einkennist mjög af skoðana- og hugsjónaleysi. Fjölmiðlar eru einn allsherjar ruslpóstur sem starfar að því að skapa fjarveg fyrir þá sem búa til og selja skuldir til að geta komið út fjallgörðum af ódýru drasli úr asískum þrælaverksmiðjum. Við erum í hroðalegri tækni- og framleiðnibyltingu og stóra vandamálið er að laun almennings hafa ekki vaxið nógu mikið til að taka við þessum fjallgörðum. Við flytjum með öðrum orðum inn offramleiðslugetu og verðhjöðnun annarra og köllum það kaupmáttaraukningu ! Í rauninni er það ekkert annað en yfirdráttur og nú er svo komið að erlendar skammtímaskuldir þjóðarbúsins eru eitthvað tíu sinnum hærri en gjaldeyrisvarasjóður seðlabankans sem aftur þýðir að ríkissjóður Íslands er í raun tæknilega gjaldþrota. En Davíð talar ekki um það - skiljanlega. Hann talar yfirleitt ekki nema í mesta lagi einu sinni á ári eftir að hann hætti að vera blaðafulltrúi Bush á Íslandi. En samt mætti hann tala meira því þrátt fyrir allt er tekið eftir því þegar hann tekur til máls.

Það eru reyndar engar sérstakar fréttir að bankar séu enn að eignfæra ónýtar innistæður. Það þarf jú einhvern veginn að koma út þessum fjallgörðum af offramleiðslugetu annarra sem ég nefndi. Til þess þarf að lána öllum og hundinum þeirra líka. Það eru víst einhverjir nýir bílar að ryðga á lager og bankarnir liggja með stóra lagera af húseignum sem ekki er hleypt á markað til að hann hrynji ekki - en það er allt í sómanum og allt undir kontról því þetta er jú skipulagt fákeppnis- og samráðsþjóðfélag og það er allt samkvæmt langri hefð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þeir eru á hvínandi kúpunni. Þess vegna þurfa þeir nauðsynlega að blása upp nýja fjármálabólu í orkulindunum. Þess vegna er ekki hægt að kveikja á imbaksassanum fyrir heilaþvegnum hórum sem hæpa þessar desperat hugmyndir. Stórfjármagnið tekur ekki nei fyrir svar. Aðrir hafa fengið að kenna á því sl. 2-300 ár. Við þurfum að reyna að læra af reynslu þeirra og til þess þurfum við umræðu um hlutina. Ruslpóstur er aðeins nothæfur sem gagnvísir því hann er kostaður og stýrður og í eigu hagsmunaaðila. Það er ekkert mark takandi á honum.  

Baldur Fjölnisson, 6.11.2007 kl. 23:01

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Skil ekki hvernig þú getur fundið það út. Þér finnst kannski ég vera á sömu línu og hann og annað álíka fasistahyski við völd á vesturlöndum.

Baldur Fjölnisson, 9.11.2007 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband