Nýju biblíusögurnar

Ég hef nú ekki kíkt í nýju útgáfuna ennþá en vafalaust hafa einhverjir hérna þegar lesið megnið af henni og væri forvitnilegt að heyra frá þeim hvað hefur verið gert með hin ýmsu líflátsfyrirmæli sem þessi bók hefur að geyma. Þar er skipað svo fyrir að ódælir unglingar skuli grýttir til dauðs, þeir grýttir til dauðs sem vinna á sabbatsdeginum, þeir grýttir til dauðs sem halda framhjá - svo aðeins brot af þessum grýtingaboðskap sé nefnt. Er þetta kannski komið í pólitískan réttrúnað núna? Grin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég mun aldrei skilja að fólk nenni að lesa og hvað þá taka mark á þessari þvælu, magnaður andskoti

DoctorE (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 14:19

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Svo kemur líka greinilega fram að hinn frægi Jesús hafi verið afkomandi Davíðs konungs og sérstaklega tekið fram að það hafi verið í karllegg gegnum Jósep. Hvernig í ósköpunum gat maðurinn bæði verið undan guði og Jósep???

Baldur Fjölnisson, 29.10.2007 kl. 14:39

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Já og P.S. átti ekki Mæja að hafa verið hrein mey skv. ævintýrinu þegar himnadraugurinn setti Jesús í hana???

Vonandi hefur verið stoppað í þetta og önnur vandræðaleg göt í ævintýrinu með nýju endursögninni.  

Baldur Fjölnisson, 29.10.2007 kl. 15:03

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þessi gömlu Hammurabilög frá Babýlon eru náttúrlega barn síns tíma ...

2. Mósebók 21:28
Ef uxi stangar mann eða konu til bana, þá skal grýta uxann og ekki neyta kjötsins, og er eigandi uxans þá sýkn saka.

2. Mósebók 21:29
En hafi uxinn verið mannýgur áður og eigandinn verið látinn vita það, og geymir hann ekki uxans að heldur, svo að hann verður manni eða konu að bana, þá skal grýta uxann, en eigandi skal og líflátinn verða.

2. Mósebók 21:32
Ef uxinn stangar þræl manns eða ambátt, þá skal eigandi gjalda húsbónda þeirra þrjátíu sikla silfurs, og skal grýta uxann.

3. Mósebók 24:14
Leið þú lastmælandann út fyrir herbúðirnar, og allir þeir, er heyrt hafa, skulu leggja hendur sínar á höfuð honum, og því næst skal allur söfnuðurinn grýta hann.

3. Mósebók 24:16
Og sá er lastmælir nafni Drottins, skal líflátinn verða. Allur söfnuðurinn skal vægðarlaust grýta hann. Hvort heldur er útlendur maður eða innborinn, lastmæli hann nafninu, skal hann líflátinn.

Baldur Fjölnisson, 29.10.2007 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 116266

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband