Margfölsuð vitleysa í kreppu

Megnið af biblíunni var soðið saman á miðöldum og sama er raunar að segja um fornaldarsöguna. Þetta skín í gegn sé textinn skoðaður á gagnrýnan hátt en því miður er gagnrýn hugsun ekki kennd í skólakerfinu (af skiljanlegum ástæðum). Menn éta delluna hver eftir öðrum og vitleysan rennur í gegnum þá viðstöðulaust. Klassískt dæmi um þetta er að gler er nefnt nokkrum sinnum í opinberunarbókinni sem er sérkennilegt þar sem menn lærðu ekki að búa það til fyrr en í fyrsta lagi fyrir 1000-1200 árum.

Samsuðan fór í gang á endurreisnartímanum með prentlistinni og skiljanlega klofnaði kaþólska kirkjan í framhaldinu og við tóku hroðaleg trúarbragðastríð í Evrópu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Jobsbók 28:17

Gull og gler kemst ekki til jafns við hana, og hún fæst ekki í skiptum fyrir ker af skíragulli.

Opinberunarbókin 4:6

Og frammi fyrir hásætinu var sem glerhaf, líkt kristalli. Fyrir miðju hásætinu og umhverfis hásætið voru fjórar verur alsettar augum í bak og fyrir.

Opinberunarbókin 15:2

Og ég leit sem glerhaf eldi blandið, og ég sá þá, sem unnið höfðu sigur á dýrinu og líkneski þess og á tölu nafns þess, standa við glerhafið og halda á hörpum Guðs.

Opinberunarbókin 21:18

Múr hennar var byggður af jaspis og borgin af skíra gulli sem skært gler væri.

Opinberunarbókin 21:21

Og hliðin tólf voru tólf perlur, og hvert hlið úr einni perlu. Og stræti borgarinnar var af skíru gulli sem gagnsætt gler.

Næst þegar verður eytt hundruðum milljóna í að færa þessa steypu alla nær nútímanum legg ég til að vísindamenn verði hafðir með í ráðum. 

Baldur Fjölnisson, 22.10.2007 kl. 22:13

2 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Og ekki gleyma síðari samúlesbók 1:27

Halldór Sigurðsson, 22.10.2007 kl. 23:16

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Takk fyrir þessa afar réttmætu athugasemd.

Baldur Fjölnisson, 23.10.2007 kl. 09:53

4 Smámynd: Guðmundur Björn

Nei, í guðanna bænum ekki skipta um mynd.  Brillíant!

Mér er samt spurn varðandi Biblíuna.  Þú ert mögulega að vitna í íslenska þýðingu á Biblíunni?  Hún er væntanlega íslenskuð af einhverjum sér-fræðingi sem er/var uppi á 20.öld, og vissi ekki hvernig hann ætti að þýða eftirfarandi:

28:17 The gold and the crystal cannot equal it: and the exchange of it shall not be for jewels of fine gold.

Crystal er væntanlega kristall, ekki gler?  Allavega síðast þegar ég vissi.  

 Að vísu segir í Opinberunarbókinni 21:21 (Revelation 21):

 21 And the twelve gates were twelve pearls; every several gate was of one pearl: and the street of the city was pure agold, as it were transparent bglass.

Þá dettur manni helst í hug, að þýðandinn sé að reyna að reyna að þýða þetta í hvað nútímalegasta horf, þannig að lesandinn skilja hvað er verið að fara? 

Nei, bara svona að því þú nefnir gagnrýna hugsun. 

Guðmundur Björn, 23.10.2007 kl. 21:30

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er greinilega talað um gler í King James biblíunni í öllum þeim dæmum sem ég tíndi til.

Það má vel vera að þeir sem sátu við að þýða og endurhanna þetta á miðöldum hafi þá verið

að færa hlutina til númalegs horfs, G.B., rétt eins og kollegar þeirra í dag.

Auðvitað er búið að hringla með þennan texta fram og til baka og út og suður sl. 1500 ár eða svo

og ritskoða og fella úr og bæta við og svo framvegis. Síðan tala menn um einhverja "frumtexta"

án þess raunverulega að ræða eða skilgreina innihald þeirra.

Baldur Fjölnisson, 24.10.2007 kl. 09:10

6 identicon

Hmm.. Baldur. Gler hefur verið búið til frá um 2500 f.Kr....

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 22:34

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hans, ég held að sé álíka mikið að marka sögur um að gler hafi verið búið til fyrir 2500 árum og ævintýrið um talandi snákinn og þess háttar. Megnið af þessu var spunnið saman á miðöldum eftir að prentlistin kom til sögunnar og hægt var að byrja að dreifa upplýsingum að einhverju marki.

Baldur Fjölnisson, 27.10.2007 kl. 14:53

8 identicon

Nei... þetta ártal er byggt á fornleifafræði, ekki textaheimildum. Fyrst var það notað til þess að búa til skrautperlur og slíkt, síðan drykkjarílát og slíkt og loks nytjahluti. Þegar opinberunarbókin var rituð var bæði til fjöldaframleiðsla á nytjahlutum (olíuflöskur og slíkt, finnst í miklu magni) og eins var litað gler notað í skrautílát og skartgripi. 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 15:35

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þarna er átt við steintegundir sem tóku breytingum við að koma upp úr eldstöðvum og eru eins konar "náttúrulegt" "gler" en ekki eiginlegt gler eins og það sem menn fóru fyrst að framleiða fyrir 1000-1200 árum. 

Baldur Fjölnisson, 27.10.2007 kl. 17:02

10 identicon

Nei, flöskurnar komu ekki upp úr eldstöðvum...

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 14:38

11 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég er nú ekki að halda því fram en efnið í þær kom þaðan.

Sko, í opinberunarbókinni er talað beinlínis um glerhallir sem bendir sterklega til þess að ritið hafi verið skrifað seint á miðöldum, auk þess sem stíllinn minnir sterklega á ýmsar bókmenntir frá þeim tíma.

Baldur Fjölnisson, 29.10.2007 kl. 14:43

12 identicon

Gler var blásið í fornöld (áttu þeir að slípa flöskur úr náttúrulegu gleri?!).

Er það ekki líklegra að bókmenntir á miðöldum hafi verið undir áhrifum frá Biblíunni? Þeir munu hafa verið nokkuð duglegir við að lesa þá bók í þá daga. 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 04:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband