18.9.2007 | 08:57
Umrót í mafíunni - Greenspan úthúðar Cheney stjórninni
Greenspan segir réttilega að innrásin í Írak hafi snúist fyrst og fremst um olíu þó aðrar réttlætingar hafi verið notaðar og ekki megi ræða hinar réttu ástæður.
Auðvitað var þetta og er einn lygahaugur hjá glæpahyskinu í Washington og sama er að segja um hollywoodsjó þess 11. sept. 2001, en Greenspan þorir þó ekki að ræða það.
Greenspan fer að öðru leyti hörðum og hæðnislegum orðum um þetta hyski í nýrri bók sinni sem ég hvet fólk til að lesa.
Greenspan segir Stern tímaritinu að líklega muni Evran taka við af dollar sem grundvallargjaldmiðill heimsins. Þá segir hann að búast megi við verulega hækkandi vöxtum á húsnæðislánum í náinni framtíð samfara vaxandi verðbólgu.
Þetta er allt saman óvenjuleg hreinskilni frá amerísku mafíunni og bendir til þess að hluti hennar sé búinn að gefast upp á biluðu trúarfasistunum sem halda um stjórntaumana í Washington. Eitt er víst; kjarnorkuátök sem þessir fasistar stefna að leynt og ljóst eru engum í hag og "skárri" hluti valdamafíunnar gerir sér sjálfsagt grein fyrir því.
Um bloggið
Baldur Fjölnisson
Nýjustu færslur
- Torfi Stefáns bannaður ævilangt
- OL í skák. Landinn malaði Keníu í 9. umferð
- OL í skák: Landinn í 88. sæti eftir 8 umferðir
- Meðaljónar í skákinni
- Baggalútur - Sagan af Jesúsi
- Eitrað fyrir lýðnum?
- Óvenjulega döpur taflmennska innfæddra einkennir Reyjavíkursk...
- U.S. Rushes Coolant to Japanese Nuke Plant After Earthquake
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Björgvin Gunnarsson
- Brynjar Jóhannsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Eygló Þóra Harðardóttir
- FreedomFries
- Fríða Eyland
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gestur Guðjónsson
- Gils N. Eggerz
- Gullvagninn
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gísli Hjálmar
- Hagbarður
- Halla Rut
- Haraldur Haraldsson
- Hilmar Kári Hallbjörnsson
- Hlekkur
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ragnarsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Tómasson
- Kári Magnússon
- Loopman
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Promotor Fidei
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sandra María Sigurðardóttir
- SeeingRed
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Þórðarson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- el-Toro
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Tryggvi Hjaltason
- TómasHa
- Túrilla
- Upprétti Apinn
- gudni.is
- haraldurhar
- proletariat
- Ívar Pálsson
- Ómar Ragnarsson
- Ónefnd
- Óskar
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórir Kjartansson
- Arnar Guðmundsson
- Bara Steini
- Birgir R.
- Birgir Rúnar Sæmundsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Dingli
- eysi
- Gestur Kristmundsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- kreppukallinn
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Neo
- Orgar
- Ragnar L Benediktsson
- Rauði Oktober
- Skákfélagið Goðinn
- Sveinn Þór Hrafnsson
- Vilhjálmur Árnason
- Þór Ludwig Stiefel TORA
Athugasemdir
ÞAð eru nú fleirri innan þessarar mafíu sem eru búnir að fá sig fullasaddann.. Var það ekki Colin powel sem sagði að það svartasta sem hann hafi gert í sinni valdatíð að taka þátt í stríðunu í ÍRAC.. með öðrum orðum þegar hægrisinnistu hægri mönnum eins og Greenspan þá er VESTANÁTTINN farin að verða sér sjálfri sér lík. En alltaf í vestanátt á ´ÍSlandi þá fýkur í öll skjól og þá er leiðindaveður..
Brynjar Jóhannsson, 18.9.2007 kl. 18:02
Colin Powell á heima fyrir stríðsglæpadómstóli eins og aðrir þeir sem störfuðu að því að ljúga stríðið af stað.
Menn geta rifjað upp ótrúlega ósvífinn lygavaðal hans hjá S.Þ. í febrúar 2003. Það þýðir ekkert að væla og þykjast koma af fjöllum þegar menn eru með allt niður um sig. Þetta siðlausa dót laðast hvað að öðru vegna þess að það deilir sömu gildunum og sama siðferðismatinu og þannig er það bara.
Baldur Fjölnisson, 18.9.2007 kl. 20:13
Úr öðru munnviki segir Greenspan stríð vegna olíu, úr hinu munnvikinu að það hafi verið bráðnauðsynlegt að fjarlægja Saddam. Á hvorn veginn vilja menn hafa það?
Ertu annars búinn að lesa þessa bók nú þegar? Þá hefur auglýsingaherferð Greenspan virkað, hann á eftir að vera á metsölulista NYTimes, það er ákveðinn hópur sem kemst á hann. Ákveðnar týpur. Ekki nenni ég að lesa þetta. Kaupi kannski á ebay á dollar eftir 2 ár, eða fæ útlánað.
Ólafur Þórðarson, 19.9.2007 kl. 01:21
Kjölurinn er þegar í stað heflaður af bókinni, henni síðan skellt í matara á skanna og kemur síðan til mín í tölvupósti. Ég hef lesið megnið af henni.
Þeir ætla greinilega að fórna dollarnum (gengisfelling hans þýðir niðurfærslu á kaupmætti BNA gagnvart umheiminum, möo dulda skattlagningu) en óvíst er hvernig risalánadrottnar BNA erlendis taka því. Hugsanlega fær Kína að hernema Tævan gegn því að dömpa ekki dollaraeignum sínum (sem myndi þýða algjört hrun dollars, hlutabréfa og skuldabréfamarkaða auk þess sem olíuverð myndi fara upp úr skýjunum þar sem svo til öll verslun með olíu og önnur hráefni er í dollar). En það er vandséð hvernig hagkerfi sem þarf árlega 12-1500 milljarða dollara erlendis frá til að rúlla ekki á hausinn, getur haldið áfram að fá slíkar fjárhæðir lánaðar samhliða fallandi gjaldmiðli og lækkandi vöxtum.
Skv. ársreikningi bandar. ríkisins fyrir fjárlagaárið 2005 skuldar ríkið 10 trilljónir dollara (4.5X árlega innkomu) en utan efnahagsreiknings eru ófjármagnaðar eftirlauna- og sjúkrasjóðaskuldbindingar upp á 50 trilljónir dollara sem falla á næstu áratugi. Þeir viðurkenna fúslega að þeir þurfi að hækka skatta strax um amk. 50-60% til að hafa minnstu möguleika á að dekka þessar risaskuldbindingar en endalaust stríð er auðvitað þægilegri "lausn".
Baldur Fjölnisson, 19.9.2007 kl. 20:55
Ástæða þess að þeir eru með þessa 50 trilljón dollara holu utan nahagsreiknings er einföld - þeir hafa hirt söfnunarsjóði vegna lífeyris- og sjúkrasjóðaskuldbindinga opinberra starfsmanna áratugum saman og fært á móti halla krónískum og tröllvöxnum halla á ríkissjóði. Sjóðirnir hafa síðan fengið ríkisskuldabréf í staðinn sem eru gerð upp með nýjum bréfum osfrv. Á meðan heldur síðan dollarinn áfram að hrynja. Þeir viðurkenna sjálfir fúslega að þeir þurfi að hækka skatta strax um amk. 50-60% til að eiga minnstu möguleika á að dekka þetta risagat en aukin fasismavæðing og endalaus stríð eru víst þægilegri "lausn".
Meira um þetta síðar.
Baldur Fjölnisson, 19.9.2007 kl. 21:19
Afsakið þetta dúplíkat en fyrra innlegg birtist ekki og kerfið virtist hafa krossað einhvern veginn og ég nennti ekki að skrifa það allt aftur að sinni. En vonandi náið þið þessarri mynd.
Baldur Fjölnisson, 19.9.2007 kl. 21:21
Kannski ég haldi þá áfram með þetta.
Eins og margir vita nú orðið er varla eitt orð að marka frá lygamaskínunni í Washington hvort sem um stríð eða ríkisfjármál er að ræða og blekkingaleikurinn algjör. Einhverra hluta vegna finnast þó alltaf kálhausar sem trúa þessum raðlygurum, hvers vegna hefur mér lengi verið algjörlega hulið.
Grundvallartrix hjá þeim er sem sagt að þeir hirða söfnunarsjóði og færa þá á móti ríkissjóðshallanum sem er básúnaður út í ruslpósti og á hagfræðingamálþingum. Þessa niðurstöðu kalla þeir "deficit" en hina raunverulegu niðurstöðu áður en téðir söfnunarsjóðir hafa verið færðir á móti hallanum kalla þeir "operating result". Þar sem skólakerfi framleiða treg- eða ólæst fólk án krítískrar hugsunar, í hrönnum, rennur þessi della greiðlega í gegn. Varla þarf að taka fram að ríkisendurskoðun BNA hefur ekki treyst sér til að staðfesta reikninga þessa síðasta áratuginn amk. Í rauninni voru reikningar ENRON sem samdir af englum og dýrlingum miðað við reikningaruglanda mafíunnar í Washington.
Baldur Fjölnisson, 19.9.2007 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.