Skyldulesning um verðlausa skuldapappíra sem enginn markaður er fyrir.

CREDIT BUST BYPASSES BANKS

Part 1: The rise of the non-bank financial system
By Henry C K Liu

http://www.atimes.com/atimes/Global_Economy/II06Dj02.html

"""Banks worldwide now reportedly face risk exposure of US$891 billion in asset-backed commercial paper facilities (ABCP) due to callable bank credit agreements with borrowers designed to ensure ABCP investors are paid back when the short-term debt matures, even if banks cannot sell new ABCP on behalf of the issuing companies to roll over the matured debt because the market views the assets behind the paper as of uncertain market value.

This signifies that the crisis is no longer one of liquidity, but of deteriorating creditworthiness systemwide that restoring liquidity alone cannot cure. The liquidity crunch is a symptom, not the disease. The disease is a decade of permissive tolerance for credit abuse in which the banks, regulators and rating agencies were willing accomplices."""

 (Henry Liu,”The Rise of the Non-bank System”, Asia Times)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Sama tæknin og auðveldaði sköpun þessarar hroðalegu skuldablöðru mun að sjálfsögðu hraða að sama skapi hruni hennar þegar það hefst fyrir alvöru - sem er óvíst hvenær verður nákvæmlega en virðist óumflýjanlegt. Kerfið er allt samtengt og titringur einhvers staðar hefur samstundis áhrif hinum megin á hnettinum. Hugsanlega byrjar ferlið í Asíu á meðan vestrænir markaðir eru lokaðir. Margir bankar gætu hreinlega orðið að engu á einni nóttu. Málið er risavaxið og löngu vaxið seðlabönkum og ríkisstjórnum yfir höfuð. Horfið bara á stöðuna hér á landi, ríkissjóður er sem dvergur við hliðina á útblásnu bankakerfi og seðlabankinn bara grátbroslegur brandari sem ekkert hefur að segja.

Baldur Fjölnisson, 11.9.2007 kl. 19:29

2 identicon

Heldur þú að íslensku bankarnir geti lifað af svona kreppu? Er seðlabankinn á einhvern hátt skuldbundinn til að grípa inní ef illa fer?

Toni (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 22:40

3 identicon

Sedlabankinn gripur inni ef stodugleikanum er ognad, sama hver orsokin er.

Hogni (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 23:11

4 identicon

Hefur seðlabankinn bolmagn til að bakka upp allar skuldir bankanna? Eða er það ekki það sem þetta inngrip þíðir?

Toni (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 23:19

5 identicon

Hann hvorki gaeti ne myndi borga allar skuldir bankanna en sedlabankinn getur reynt ad hafa ahrif med odrum adferdum eins od t.d. ad kaupa og selja rikisskuldabref eda breyta lausafjarhlutfalli (bindiskyldu) vidskiptabankanna og hafa thannig ahrif a vexti i landinu en thetta hefur i dag mjog litil ahrif og hefur litid ad segja a moti adgerdum vidskiptabankanna sem eru farnir ad stjorna allt of miklu.

Hogni (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 00:37

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Seðlabankinn hefur ekki bolmagn til neins enda er hann án fullnægjandi gjaldeyrisvarasjóðs. Sl. haust neyddust skattgreiðendur til að slá eitthvað 90 milljarða fyrir hann og það er í rauninni bara dropi í hafið. Ríkissjóður Íslands (skattgreiðendur) er í raun gjaldþrota þar sem hann þarf nauðsynlega að slá hundruði milljarða í viðbót til að skapa seðlabankanum amk. sýndar fjárhagslegt bolmagn. Skammtímaskuldir hagkerfisins eru yfir 1000 milljarðar og útblásið og skuldum hlaðið bankakerfi er 20 sinnum stærra á pappírunum en ríkissjóður. Að sjálfsögðu getur ríkissjóður ekki slegið hundruði millarða hann hefur ekki tekjur til að standa undir slíku og jafnvel þó hann gæti það myndi slík skuldsetning rústa lánshæfi hans og bankanna í framhaldinu. Að sjálfsögðu forðast menn að ræða þessa skuggalegu stöðu og vilja ekkert frekar og þess vegna erum við með uppgjafa hundahreinsunarmann í fjármálaráðuneytinu og notum seðlabankann fyrir vistunarúrræði! 

Ég veit það eitt að ruslpósturinn hérna, hvort sem hann er prentaður eða berst um loftið er verri en gagnslaus nema sem gagnvísir. Flestir í þessu þjóðfélagi eru fastir í skuldaböndum og þora hvorki að æmta né skræmta eða rugga bátnum og fólk á þessum ruslpósti er þar engin undantekning. Keðjubréf byggjast fyrst og fremst á tiltrú og bresti hún hrynur keðjan fljótt eins og spilaborg. Hvenær það nákvæmlega gerist er engin leið að segja um. Eins og þið sjáið er forseti Bandaríkjanna ruglustrumpur í lygjamóki og lætur eins og fífl á alþjóðavettvangi og ætti það að segja sitt um batteríið sem bakkar hann upp og kóar með öllum hans ruglanda og lygafabúlum sem stjórnendur hans leggja honum í munn. Þessi skrípaleikur bendir óneitanlega til mjög alvarlegrar yfirhangandi krísu.  

Baldur Fjölnisson, 12.9.2007 kl. 00:40

7 identicon

Ég og konan mín erum á leiðinni erlendis í nám, hef nú ekkert spáð neitt mikið í þetta peninga apparat hingað til. Er svona búinn að vera að velta þessu fyrir mér upp á síðkastið hvar maður á að fela peningana sína ef þetta allt er vissulega á leiðinni til fjandans, svona svo maður eigi nú allavega fyrir flugmiða heim. Allar góðar hugmyndir vel þegnar. 

Toni (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 11:00

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er nú sennilega ekki ástæða til að paníkera og ég er ekki að spá neinum heimsendi EN það eru mjög skuggaleg merki sem blasa við. Og málin hanga saman og staðan núna er afleiðing meðvitaðrar stefnu eða kannski öllu heldur stefnuleysis. Skuldaframleiðsla hefur verið langmikilvægasta starfsemi vesturlanda amk. síðustu 10-20 árin og einhvers staðar eru væntanlega endimörk skuldasöfnunar. Það sem er að brjótast upp á yfirborðið núna er skuldaframleiðsla á grundvelli vafasamra eða í raun verðlausra eigna - sem gerir þá viðkomandi pappíra verðlausa og án markaðar. Þessu drasli er búið að dömpa grimmt á trúgjarna verðbréfasjóði og banka víða um heim og þegar þeir neyðast til að byrja að afskrifa draslið mun það hafa víðtækar keðjuverkanir. Bankar og aðrar fjármálastofnanir vita auðvitað vel af þessu vandamáli og það veldur síðan því að bankar eru að verða tregari en áður að lána hver öðrum því áðurnefnt ónýtt pappíradrasl liggur sem sagt víða og bíður eftir að springa í loft upp. En þetta er nú bara toppurinn á ísjakanum og fleiri fjárhagsleg gjöreyðingarvopn sem bíða eftir að menn neyðist til að ræða þau.

Baldur Fjölnisson, 12.9.2007 kl. 12:22

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Dollarinn er í frjálsu falli núna að því er virðist og það beinlínis tryggir hækkanir mikilvægra

hráefna svo sem olíu, málma ofl. og fæðuefna - enda svo til öll verslun með slík hráefni í

dollurum. Framleiðendur utan BNA þurfa augljóslega því fleiri dollara sem dollarinn fellur

meira gegn þeirra heimagjaldmiðlum, til að standa undir kostnaði heima fyrir. Þess vegna

ekki síst rýkur olían upp núna. Það hefur verið óðaverðbólga í málmum og náungi í Bretlandi

var hankaður fyrir nokkru eftir að hann hafði rænt miklu af minningarskjöldum úr bronsi úr

af legsteinum. Þetta bræddi hann til að ná koparnum sem er 90% af bronsinu og hafði haft

upp úr krafsinu eitthvað 150 þús. pund þegar hann náðist. Þannig að verðbólgan veldur

ýmsum meinsemdum og spillingu.

Ég held að lausnin á skuldasúpunni sem við svömlum í hljóti á endanum að verða óðaverðbólga,

möo óbein skattlagning hinna ráðdeildarsömu - sparendanna og þá á ég við glóbalt. Það er nú

hin kunnuglega og klassíska leið.

Baldur Fjölnisson, 12.9.2007 kl. 18:54

10 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Takk fyrir það.

Bandar.menn skáka í því skjólinu að almenningur þar er gjörsamlega

neysluóður og trylltur í skuldsetningar enda skipulega vaninn í það far

síðustu öldina. Neysluæðið hefur vissulega skapað öðrum framleiðslutækifæri

gegnum tíðina, því er ekki að neita. Þannig að þetta er alls ekki allt svart og

hvítt og ekki á bara á aðra hliðina. En samt byggist þetta í rauninni á blekkingum

og svikum og lygum  og stríðum á upplognum forsendum og ótrúlegum þjáningum

og dauða. Það er nefnilega lítið fjallað um fórnarlömbin í sögunni, þau eru lítið

annað en neðanmálsgreinar eða fórnarkostnaður frelsis og lýðræðis og framfara. 

Þannig eru hlutirnir afskrifaðir með einföldum stikkorðum sem enginn hirðir í raun

að skilgreina og síðan horfum við upp á stigmagnandi fasismavæðingu í skjóli þessarra

hugsunarstoppara. Þetta eru heilög hugtök og dirfist þú að benda á hræsnina á bak

við þau ertu bara trúvillingur eða bandaríkjahatari með samsæriskenningar. 

Og eftir allt þetta hjal erum við hér á árinu 2007 og Bandaríkin eru önnum kafin við að

umkringja Rússland og Kína og planta herstöðvum og eldflaugum í kringum þau. Það er

vegna þess að Bandaríkin lifa á ógn og ófriði og hervæðingu og allra ráða verður að

leita til að draga athyglina frá gjaldþrota ríkissjóði og fallít heimilum og ótal krísum

sem blasa við. Það eru allir sjóðir galtómir og infrastrúktúrinn er í rúst vegna vanrækslu,

heilbrigðiskerfi og samfélagshjálp eru grátbroslegur brandari. Inn á við er þessi óskapnaður

tímasprengja sem bíður þess að sprengja sem ma. skýrir þennan örvæntingarfulla terror-

og stríðsruglanda sem við höfum séð. Bandaríkin geta ekki staðist sem eitt ríki og ekki er

um raunverulega þjóðarvitund að ræða, þess vegna þarf alltaf að magna upp ímyndaðar

erlendar ógnir til að reyna að sameina þetta sundurlausa ríki. Sú viðleitni hefur orðið sífellt

tryllingslegri eftir því sem tök stjórnmálamanna og massafjölmiðla hafa minnkað og áhrif

annarra skoðanaveita hafa aukist. Núna sjáum við yfirsölumann þessarrar bílasölu flippa

út eins og lyfjasjúkling á alþjóðavettvangi. Þannig að stóruppgjör þar vestra inn á við

virðist liggja í loftinu. Það sökkar náttúrlega að geta átt yfir höfði sér að vera líflátinn fyrir

stríðsglæpi og hryðjuverk og þarf áreiðanlega mjög sterk lyf til að bregðast við því.  

Baldur Fjölnisson, 12.9.2007 kl. 23:13

11 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Annars er ég sjálfur eiginlega hálfur kani eftir mjög mikil samskipti við kana á

internetinu - sem ég hef notað núna í tæp 17 ár eða lengur en ca. 99,9998%

núverandi notenda þess. Fyrstu árin  enduðu nánast öll lén á .edu, það er

skársta bandar. intellígensían dómíneraði það. Ég hef röflað við kana óspart

öll þessi ár og hef almennt séð mjög góða reynslu af þeim og jafnvel enn í dag.

Jafnvel asshólin eru mörg frekar viðkunnanleg. En þegar þú hefur notað internetið

þetta lengi eru 10-12 ár síðan þú fannst góðar heimildir og þá meina ég ekki

massafjölmiðlana og leppa sem lifa á því að deyfa og afvegaleiða hugsun almennings. 

Baldur Fjölnisson, 12.9.2007 kl. 23:24

12 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Fjármálakerfi sem fær að leika lausum hala við að blása upp vonlausar

skuldabólur og þarf síðan opinbera aðstoð frá skattgreiðendum þegar

hrun blasir við, er nú ekki sérstaklega trúverðugt. Undanfarið hafa

seðlabankar heimsins mokað hundruðum milljarða dollara í þessa

risavöxnu ófreskju sem enginn ræður lengur við og enginn ber að

sjálfsögðu ábyrgð á. Það er sjálfsagt þýðingarlaust að ræða mikið

hugtök á borð við trilljón og gadsilljón þar sem heiladrepandi skóla-

kerfi hefur fyrir löngu gert fólk ólæst og óreiknandi og flestir eiga

sjálfsagt með að ná utan um milljónir og hugsanlega milljarða.

En eins og ég hef tekið fram hér áður þá er megnið af þeim "peningum"

sem gutla einhvern veginn fram og til baka í fjármálakerfi heimsins alls

ekki til nema í einhverjum sýndartölvuveruleika. Þannig tryggir þetta

ótrúlega kerfi sjálft sig gegn hruni með hinum tæknilegustu afleiðu-

samningum og optionum og allur sá pakki er upp á hátt í gadsilljón

dollara sem jafngildir milljón milljarða dollara sem aftur jafngildir 20

faldri vergri heimsframleiðslu eins árs. Þannig að þetta er ein allsherjar

steypustöð og aðeins sú staðreynd að eignir fjármálaveldisins á rusl-

póstsveitum og í stjórnmálum þegja málið skipulega í hel, hefur hingað

til komið í veg fyrir allsherjarhrun þess. Eins og aðrar svikamyllur byggist

þessi fyrst og fremst á tiltrú og trausti. Þegar það brestur er lítið eftir.

Baldur Fjölnisson, 14.9.2007 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband