Markaðurinn þarf vissulega góðar fréttir

Alþingi þarf að setja bráðabirgðalög sem skaffi Dabba þessa langþráðu eftirlaunapunkta sem valda því að maðurinn er megayfirborgaðasti blaðafulltrúi sögunnar ásamt því að ná því að vera sá sem enginn tekur mark á. Síðan þarf að skipa honum út til Washington, þar á hann heima hjá vinum sínum og sálufélögum. Þar getur hann legið enn á ný á bæn með hælistækum síkópötum.

Við þurfum lífsnauðsynlega á tiltrú að halda.  Helstu aðdáendur Dabba, það er ráðherrar og þingflokkur íhaldsins, þurfa líka að yfirgefa landið. Þetta er vissulega harkalegt en hugarfarsbreyting kostar fórnir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Björn

Eigum við ekki fyrst að losa okkur við menn eins og Fjallagrasa-Jón Bjarnason, Muhammad Ahmed Jónasson, Össur Skarphéðinsson, Lúðvík Bergvinsson og fleiri hundleiðinilega?

Það eru fleiri bankastjórar í Seðlabankanum en Davíð, er það ekki?  Taka þeir ekki ákvarðanir um þessi mál líka?  

Er það ekki líka svo að það sem gerist á íslenskum markaði, hefur ansi lítið að segja um gengisvísitöluna?  

Einhver spekúlant í Evrópu eða hagkerfi BNA má ekki hósta, þá fær krónan kvef!?  

Guðmundur Björn, 21.8.2007 kl. 06:24

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Seðlabankinn þarf að hafa ákveðinn trúverðugleika eins og gefur að skilja og því er ólíðandi að grafið sé skipulega undan honum með því að nota hann sem vistunarúrræði fyrir útbrunna stjórnmálamenn.

Sl. haust mætti félagi Davíð í kastljósið sællar minningar og lét svo um mælt að þegar hann kom í seðlabankann hefði hann verið vitlausasti maðurinn á svæðinu og lítið botnað í því sem sérfræðingarnir voru að segja. Samt hafði hann verið í forsætisráðherraleik í meira en áratug og vafalaust lesið fleiri hundruð skýrslur úr seðlabankanum og talað við ótal sérfræðinga þaðan - eins og gefur að skilja. Það sem sagt fór inn um annað og út um hitt jafnóðum og festist ekkert í hans haus. Það er svo sem lítið við þessu að segja, virkum heilafrumum fækkar sjálfsagt jafnt og þétt með aldrinum og raunar er farið að skima fólk fyrir alzheimers allt niður í fertugt nú á dögum. Nú veit ég ekkert um nákvæmlega hvers vegna hlutirnir tolla ekki vel í kollinum á Dabba en mæli sem sagt með heppilegri vistunarúrræðum fyrir hann.

Baldur Fjölnisson, 22.8.2007 kl. 15:46

3 Smámynd: Guðmundur Björn

Samt á maðurinn þátt í því að gera Ísland að því frábæra landi fyrir þegna sína að búa í - og svona fjandi vitlaus; bara ekki heil brú í kollinum á honum???

Guðmundur Björn, 22.8.2007 kl. 20:51

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég er ekkert að segja að hann sé vitlaus, það er bara undarlegt að maður sem hefur verið forsætisráðherra forever skuli síðan viðurkenna opinberlega að hlutirnir hafi runnið gegnum hausinn á honum án viðkomu. Enginn er fullkominn, hvorki þú ég né Dabbi. En nútíminn er á ævintýralegri hraðferð og það þýðir ekkert að vera fastur í gömlum heilaþvotti úr mogganum. Dabbi er vinur og mikill og einlægur aðdáandi Bush og Bush er einhverfur skissófren (sjálfvirk lygamaskína sem er þar sem hann er fyrst og fremst vegna téðrar geðveilu - hann er sölumaður á vegum eigenda sinna og kostenda) og einhverra hluta vegna laðast menn hver að öðrum. Sameiginleg hugmyndafræði og gildi eru svona nærtækustu ástæðurnar og eins og allir vita telst repúblikanahluti bandar. einflokksins systurflokkur íhaldsins þó að herskari rugludalla hafi síðustu misserin alveg hætt að minnast á það. Raunar hefur umræða um utanríkismál að mestu gufað upp síðustu misserin enda helstu bullukollar á þeim vettvangi löngu málefnalega gjaldþrota.

Það er slæmt að vera á stöðugum flótta hugmyndafræðilega eftir að hafa verið lengi í slagtogi með erlendum síkópötum sem hafa logið menn fulla (trúgirni ber almennt vott um lélega menntun og jafnvel heimsku) og menn verða auðvitað að súpa seyðið af því.

Baldur Fjölnisson, 23.8.2007 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 116230

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband