Taugaveiklaðir guðsmenn

Það var verið að ræða Jesú og kó og vísindasagnfræðinginn og eftirfarandi fór eitthvað illa í félaga Jón Val og var því þurrkað út. Hvers vegna er mér hulið en þegar miklir hagsmunir eru í húfi og málstaðurinn tæpur vilja menn gjarnan fara á taugum ... 

Jesús var hannaður af mönnum og guð líka og allt það kompaní. Það er búið að hræra þessi ævintýri sundur og saman og falsa þau út og suður á ótal kirkjuþingum. Og haldi menn að kirkjuþing fyrr á öldum hafi verið einhvers konar friðsamleg málþing þar sem lærðir kennimenn ræddu saman í friði og ró þá er mikill misskilningur. Þar sem trúmál eru fyrst og fremst stjórntæki og gífurlegt vald og ótrúlegur gróðavegur sem fylgdi því að geta selt fáfróðum og ólæsum lýð aðgöngumiða að himnaríki og undanþágur frá helvíti þá safnaðist snemma að kirkjunni hinn versti ribbalda og gróðapungalýður og sló stundum í bardaga milli mafíufylkinga á kirkjuþingum þegar illa gekk að ljúga ævintýrin saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Stórfelldur falsana- og svikaferill kirkjunnar hvað andleg og veraldleg efni varðar hefur fyrir lifandis löngu verið stðafestur af kirkjunni sjálfri. Einhverra hluta vegna hafa helstu guðsmenn hérna ekki gluggað í Encyclopedia Catholica en það hef ég hins vegar gert. Þetta fer ekki hátt er svona grafið undirmáls á 15. síðu eins og í fréttablaðinu og aldrei í umræðunni því menn liggja undir stöðugum persónuárásum fyrir að dirfast að minnast á það - en tímarnir eru að breytast. Kostnaðarsöm ævintýri ganga ekki lengur. Kristnin gengur fyrir fáfræði og trúgirni en núna erum við í gífurlegri upplýsingabyltingu. Mýtur eru því jarðaðar daglega. Þetta er alvarleg krísa fyrir þá sem hafa atvinnu hjá skattgreiðendum við mýturnar. 

Baldur Fjölnisson, 2.8.2007 kl. 20:01

2 Smámynd: Halldór Sigurðsson

alveg samm´la þér ----
Trú er bara stjórntæki á heimskan lýðin

Halldór Sigurðsson, 2.8.2007 kl. 23:56

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Trú er nú líka oft uppfull af visku, svona heimspekilega séð. En lestin fer af sporinu þegar farið er að tilbiðja og slíkt.

Ólafur Þórðarson, 3.8.2007 kl. 03:07

4 Smámynd: kaptein ÍSLAND

jamm biblian var "snyrt" af biskup og tekin ur henni guðspjöllinn sem pössuðu ekki í róm til forna ,og endur skrifuð aftur og aftur sérstaklega firsta texstamentið ,allgjör blanda af endurskrifuðu efni ,mánaköttur er ekki kristinn þó fíla ekki trúabrögð sem hata aðra ,er svona blanda af búddista og hinduista ,me er jógi mikill og getur svifið i hugleiðslu upp ,þú finnur enga visku í biblíuskruddu veffari,hun kemur til þin í gegnum hugleiðslu ;),

kaptein ÍSLAND, 4.8.2007 kl. 11:18

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Jesús er eina stórmenni sögunnar sem er alveg án ævisögu og engin lýsing er til af útliti hans. Það eitt bendir strax til að um hannaða persónu sé að ræða. Þegar hann átti að hafa verið á röltinu var aragrúi sagnfræðinga að störfum í Egyptalandi, Grikklandi, Róm og víðar sem tíunduðu ma. atburði í landinu helga en misstu hins vegar alveg af því að þessi meinti Jesús læknaði menn, endurvakti dauða, mettaði þúsundir með nokkrum fiskum, breytti vatni í vín og framkvæmdi önnur einstök kraftaverk. Sagnfræðingarnir misstu af þessum heimsviðburðum af þeirri einföldu ástæðu að þeir áttu sér aldrei stað.

Fyrir um 2000 árum voru heimsendaspámenn hlaupandi um allt í landinu helga. Þetta var allnokkur atvinnugrein. Þá var í landi andspyrna gegn erlendu hernámi. Rómverjarnir krossfestu andspyrnumenn í hrönnum, þám. allnokkra Jesúsa sem sannanlega voru til enda getið í áreiðanlegum heimildum. Auðvitað hétu þeir ekki Jesús frekar en aðaljesúsinn enda um gríska mynd nafnsins Jeshua eða Joshua að ræða sem var og er raunar allalgengt nafn þar niður frá.  

Jesús ævintýrsins sem kostar okkur skattgreiðendur milljarða árlega er samsett mynd úr mönnum sem voru í spámannaleik á þessum tíma - og fígúrum úr öðrum trúarbrögðum. Samanburðarguðfræðin komst að því fyrir lifandis löngu að ekki er ein frumleg setning höfð eftir þessarri hönnuðu fígúru það er allt þjófstolið og stælt og lagað til frá öðrum.  

Baldur Fjölnisson, 4.8.2007 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 116230

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband