Hrun á bandar. húsnæðis- og hlutabréfamarkaði

Í gær gufaði bandar. fasteignalánafélagið American Home Mortgages upp þar sem það fær ekki lengur fé til að standa við skuldbindingar sínar. Verð hluts féll úr tíu dollurum í einn. Fyrir um ári stóð hluturinn í 30-40 dollurum. Fleiri fasteignalánafélög eiga í miklum erfiðleikum.

Seðlabankar heimsins með þann bandaríska í fararbroddi hafa staðið fyrir gífurlegri peningaprentunarveislu (skuldaframleiðslu) síðustu árin sem hefur valdið óðaverðbólgu í pappírum og húseignum. Núna er þetta að ganga til baka og þar sem eignaverðbólgan hefur sem sagt verið fjármögnuð með lánum springur hún eins og sápukúla þegar hægir á lánaframboðinu. Vextir eru líka á hraðri uppleið um allan heim enda farið að reikna inn áhættupremíu vegna vafasamra útlána.

Árið 1928 fóru bandar. bísnessmenn að taka eftir útlánatregðu hjá bönkum eftir gífurlega útlánaveislu sem skapaði hlutabréfabólu. Ári seinna hrundi svo markaðurinn og heimskreppan mikla tók við.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Hjaltason

Þetta er skuggalegt ástand, spurning hvert þetta tekur okkur!

Tryggvi Hjaltason, 2.8.2007 kl. 06:38

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Fjármálahæpfréttir eru orðnar þreyttar.

Mín vegna má húsnæðisverð lækka um helming.

Ólafur Þórðarson, 2.8.2007 kl. 12:58

3 identicon

Gott að þú ert búinn að finna þér heimili á vefnum.. verð nú bara að segja það!

feu (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 116279

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband