Nightmare on Wall Street?

Slæmur dagur á Wall Street.

Dow Jones er niður um 400 punkta, nokkuð sem ekki hefur sést árum saman enda verið mikill kraftur í henni síðustu árin samhliða ótrúlegri peningaprentun bandar. seðlabankans. Áður fyrr olli óhófleg peningaframleiðsla (skuldaframleiðsla) verðbólgu í vörum og þjónustu (verðgildi peninga féll) en nú á dögum er þetta balanserað með innflutningi á verðhjöðnun og offamleiðslugetu frá Asíu. Þetta hefur gert seðlabankanum kleift að blása upp hverja eignabóluna af annarri (verðbólgan kemur fram í pappírum og eignum) en húsnæðisbólan er núna að springa með braki og brestum. Dollarinn er við 20 ára botn sem skiljanlegt er í ljósi peningaprentunarinnar og þar sem verslað er með hráefni þám olíu í dollurum tryggir fallandi dollar í raun hækkandi verð hráefna þá ekki kæmi annað til. Þar sem framleiðendur borga kostnað heima fyrir í sínum gjaldmiðlum sem hækka gegn dollar þurfa þeir augljóslega fleiri dollara til að standa jafnir eftir. Þetta er hættulegur vítahringur og ekki að undra að margir þessarra framleiðenda séu að gefast upp á dollarnum. En dollarinn er einn af hornsteinum bandar. heimsveldisins ásamt bandar. hernum og því verða þeir fljótlega skotmörk sem dirfast að kvarta yfir þessu gjaldþrota batteríi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband