Merkja má sífellt vaxandi verðbólguvæntingar

Og þá á ég ekki við hina raunverulegu verðbólgu, sem stafar af offramleiðslu peninga (skulda) þar sem of mikið af peningum sækist eftir of litlu af vörum sem veldur verðlækkun hinna fyrrnefndu, heldur hina opinberu þá sem hagstofur vesturlanda skilgreina. Við sjáum þrálátar olíuverðhækkanir sem eru gulltryggðar með endalausu stríði á mikilvægasta olíuframleiðslusvæði heimsins. Olía er algjör undirstaða allrar efnahagsstarfsemi og ætti ekki að þurfa að fjölyrða um það. Við étum meira að segja helling af olíu, bæði gegnum áburðarframleiðslu og flutning á neysluvörum okkar.

Núna erum við í langtíma og vaxandi verðbólgubylgju í fæðunauðsynjum sem ekki síst stafar af hratt vaxandi eftirspurn eftir þeim frá risahagkerfum Kína og Indlands. Við bætast svo hraðar breytingar í loftslagi, hvað svo sem veldur þeim, sem ekki hafa góð áhrif á ræktunarbúskap heimsins. Einnig má nefna að smjörklípuaðgerðir bandar. stjórnvalda í orkumálum það er að hefja stórbrotna orkuframleiðslu úr maís og öðru kornmeti hafa enn frekar ausið olíu á verðbólgueldinn. Sl. 12 mánuði hefur maís hækkað um 60% og hveiti um 50%. 

Við þurfum því að reikna áfram með hækkandi vöxtum.  Það er augljóst bæði út frá rýrnun gjaldmiðla vegna skuldaframleiðslu (mikilvægustu atvinnustarfsemi vesturlanda) og massífri eftirspurnaraukningu frá austurlöndum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband