Ósýnilegur kall í himninum fylgist með hverju þínu fótmáli

Hann er með sérstök boðorð sem þú verður að fara eftir í einu og öllu annars muntu brenna og kveljast að eilífu í helvíti. Hann hatar homma ogt raunar hvers konar frávik frá hannaðri "reglu" valdaelítunnar sem skapaði hann upphaflega og hefur notað hann sem stjórntæki síðan í langri og blóðugri og hroðalegri sögu. Hann er kvenhatari og kjarninn í ruglanda hans er "syndafall" konunnar. Þessi della hefur leitt til ósegjanlegra hörmunga og pyndinga og manndrápa gegnum tíðina og gerir enn. En auðvitað eru öll trúarbrögð sprottin upp úr heiðnum sið og allt byggist þetta á gamalli sólardýrkun eins og samanburðarguðfræðin komst að fyrir lifandis löngu. Kristnin er ekkert annað en heiðni með glassúrskreytingu.

Nú er þetta allt saman gott og blessað og í sjálfu sér ekkert að því að fólk trúi á ósýnilegan kall í himninum. Og auðvitað á það alveg endilega að stofna klúbba um þetta áhugamál sitt, þó ekki væri nú. En það er gjörsamlega fráleitt að þvinga skattgreiðendur til að halda úti fleiri milljarða atvinnuleysisgeymslum fyrir presta og preláta og risabatterí í kringum gamlar bábiljur. Núna er komið árið 2007. Fólk sem er með hausinn á miðöldum á ekki að ráða ferðinni. Rjúfum samband ríkis og kirkju og gerum eignir kirkjunnar (sem hún stal og sveik undir sig á miðöldum ma. með því að lofa deyjandi syndurum afslætti af helvítisvist) upptækar.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband