Eitrað fyrir lýðnum?

Svo sagði mjög glöggur maður sem ég hitti í dag og barst talið að veðrinu, sem er óvenju óþolandi núna. Hann sagði mér að mikið af mistrinu yfir Reykjavík stafaði af brennisteini frá Hellisheiðarvirkjun. Það hefðu verið vaxandi fyrirhöfnl að halda við silfri sem félli á, að ekki sé talað um áhrif á heilsufar fólks. Þetta virkar sem enn eitt leiðinda leyndarmálið sem helst ekki má ræða fyrr en það springur í loft upp með braki og brestum, eins og önnur yfirskuldsett  fjármáladæmi með lélegan arð. En það er sem sagt verið að dæla þessum óþverra yfir lýðinn og lætur hann sér það vel líka. Það eru svo miklir hagsmunir í húfi og best að rugga ekki bátnum. Hugsanir?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég bjó í Bryggjuhverfinu og fann talsverð þyngsli í lungunum, hætti t.d. alveg að fá mér sígó með bjór.  Flutti svo úr borginni og líður miklu betur.  Hvort sem það er bílamengunin eða brennisteinninn - veit ekki.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 16:38

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er sjálfsagt hvort tveggja. Einkabílaæðið hérna er glórulaust og pólitískar eignir viðskiptahagsmuna eiga nú orðið bara eftir að gefa almenningssamgöngum síðustu nábjargirnar.

Mengunin frá Hellisheiðarvirkjun kemur sjálfsagt fyrst yfir Árbæinn og síðan Grafarvoginn eftir venjulegri átt.

Þetta er slæmt en klassískt dæmi um algjörlega leppdrifið "lýðræði". Það kostar peninga að koma öllu þessu leppadóti til valda og síðan heldur það algjörum hlífiskildi yfir sínum kostendum. Skítafýlan af þessu er að vísu það megn að lepparnir hneppa öðru hverju eigendur sína í gæsluvarðhald í nokkra daga eftir að hafa gefið eigendunum þrjú ár til að fela glæpina. Hvernig væri að prófa að setja þennan sérstaka saksóknara og hans batterí í rannsókn? Það er engin ástæða til að láta þetta lið mjólka rikissjóð endalaust án sýnilegs árangurs.

Baldur Fjölnisson, 7.12.2011 kl. 23:20

3 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Legg til við ritstjóra Kryppunnar, að Baldur verði fenginn sem fastur penni við ritið. Held að það gæti stóreflt Kryppuna. Til dæmis gæti bæði pistillinn hér að ofan og einnig athugasemdin, fyllilega staðið sem greinar á Kryppunni og slá flestu við sem bloggað er hér á landi. (En setja þarf Baldri þá reglu að nota ekki orðið hóra, það er of gróft, nota t.d. leppur í staðinn).

Sveinn R. Pálsson, 8.12.2011 kl. 11:20

4 identicon

Þetta er frábært alveg.

Óskar Steinn Ómarsson (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband