Við erum feit, á þunglyndislyfjum, með klamidíu og skemmdar tennur

Sólveig Bergmann skrifar:

Íslenska þjóðin er sú hamingjusamasta í heimi. Feit, á þunglyndislyfjum, með klamidíu og skemmdar tennur. Þetta sýna niðurstöður nýlegra kannana.

Íslenskir karlar eru þeir sterkustu í heimi, konurnar þær fegurstu og spilling eitthvað sem enginn kannast við. Þessi mynd virðist eitthvað hafa breyst síðustu ár.

Til dæmis bárust okkur þær fregnir í vikunni, í nýrri skýrslu OECD, að sextíu prósent Íslendinga eru yfir kjörþyngd. Tuttugu prósent eru offitusjúklingar. Það þýðir að Íslendingar eru í sjöunda sæti af 33 feitustu þjóðum heims. Frændur okkar á Norðurlöndum eru langt undir meðatali.

Ef við höldum okkur í norræna samanburðinum þá eru íslensk börn og ungmenni að meðaltali með tvöfalt fleiri skemmdar tennur en samanburðarhópar í Svíþjóð og staðan er verri hér en á hinum Norðurlöndunum. Meðal Jóninn eða Gunnan innbyrðir um kíló af sykri í hverri einustu viku.

Finnar, Danir, Svíar og Norðmenn eru eftirbátar okkar á fleiri sviðum. Tíðni klamidíu er til dæmis hærri meðal Íslendinga en þekkist meðal frændþjóðanna.

Svo eru það heimsmetin.

Matvælaverð á Íslandi er það hæsta í heimi og fjöldi sortuæxla meðal íslenskra kvenna slær allt annað út sem sést hefur á heimsvísu.

Íslendingar slá líka öll met í notkun á þunglyndislyfjum og má velta því fyrir sér hvort tenging sé á milli þeirrar notkunar og því að Íslendingar eru jákvæðasta þjóð í heimi samkvæmt mælingum OECD.

Þá má geta þess að ævilíkur á Íslandi eru um það bil tveimur árum meiri en í öðrum OECD ríkjum.

http://visir.is/vid-erum-feit,-a-thunglyndislyfjum,-med-klamidiu-og-skemmdar-tennur/article/2010257412850


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband