Another Happy Hooker

Vísir, 03. maí. 2010 20:55

Jón Gnarr vill leysa erfið mál með gleði

Jón Gnarr segir að 
Besti flokkurinn ætli ekki að bjóða fram annarsstaðar en í Reykjavik. 
Mynd/ Vilhelm.
Jón Gnarr segir að Besti flokkurinn ætli ekki að bjóða fram annarsstaðar en í Reykjavik. Mynd/ Vilhelm.

Jón Hákon Halldórsson skrifar:

Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, segist taka málefni borgarinnar, á borð við skattamál og samgöngumál, alvarlega. Það sé vel hægt að leysa mál með gleði þó þau séu alvarleg.

„Við tökum þau mál mjög alvarlega og hugleiðum þau mjög vel. Það er fullt af erfiðum málum sem bíða úrlausnar. Við erum alveg sannfærðir um það að þó að mál séu erfið að þá má leysa þau með gleði," sagði Jón Gnarr í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Jón segir jafnframt að Besti flokkurinn stefni að því að finna leiðir til hagræðingar og hann vill lækka útsvar Reykvíkinga.

Jón segir að Besti flokkurinn stefni ekki að frekari framboðum að sinni. „Við ætlum að klára þetta verkefni fyrst, áður en við förum að taka að okkur fleiri. Þetta er nú alveg nógu stórt verkefni," segir Jón. Hann segir því að ekki verði boðið fram í fleiri sveitarfélögum í vor þótt á tímabili hafi verið stefnt að framboði í Kópavogi.

Jón Gnarr stefnir að því að kynna fullmannaðan og kynbættan lista, eins og hann orðar það, á næstu dögum. „Við erum búin að fjölga konum inni á listanum og munum tilkynna það á næstu dögum hverjar þær eru og hvar á lista," segir Jón.

Jón segir að Besti flokkurinn standi fast við þau stefnumál sín að fá ísbjörn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, íkorna í Hljómskálagarðinn og froska á Reykjavíkurtjörn. „Okkur langar þetta og ég held að það megi alveg leysa svona mál ef fólk hittist og talar saman," segir Jón, aðspurður hvort það sé verkefni borgarstjórnar að fást um þessi mál.

Jón segir að Besti flokkurinn stefni að því að ná 10 mönnum inn í borgarstjórn. Það þýðir hreinn meirihluti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dingli

Ég vil fá Dabba og Dóra í búr á þjóðminjasafnið og HHG fastráðinn við að moka undan þeim skítnum. Lofi Besti flokkurinn þessu, þá exxa ég AÆ!

Dingli, 8.5.2010 kl. 06:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband