Hálfvitar við stjórn vonuðu að þetta væri bara vondur draumur, misskilningur

DO: Ég er ekki að tala um það, ég er alls ekki að tala um það, þá datt mér ekki í hug að fara því að
þá urðu menn bara að reyna að gera sitt besta, en þetta var svona, þegar ég þóttist sjá að bankakerfið mundi ekki standa þetta af sér, ekki nema þá að það kæmi, eins og ég, maður var alltaf að hafa þann fyrirvara að þetta mundi allt saman vera misskilningur og þetta mundi allt saman, markaðirnir opnast og asnarnir með gullkisturnar kæmu aftur og allt þetta. Ég velti fyrir mér þegar maður talar fyrir daufum eyrum, á maður bara ekki að fara? Og hérna, þetta, ég hef gert þetta svo sem áður, ég hérna, þegar ég var búinn að vera tíu ár forsætisráðherra þá kallaði ég á nokkra menn og sagði: Bíddu, ég tel mig standa mig ágætlega, af því að ég hef nægilega sjálfumgleði til þess, en ég bara þekki það af sögum að þegar einhver maður er búinn að vera svona lengi, eins og tíu, ellefu ár að hversu góður sem hann er – ég tala nú ekki um hversu góður sem hann þykist vera – að þá er okkur svo auðvelt að segja: Heyrðu jú, jú, það er allt í lagi með kallinn, hann gerir margt ágætlega, en er nú ekki hægt að fara að skipta? Bíddu, ég er farinn að verða „handicapped―. Mínir félagar sögðu við mig sko kannski að sumu leyti að sömu atvinnu að þeir töldu hann allir af því að hætta, hann væri svo ern og flinkur. Svo þegar hann var ekki lengur ern og flinkur og þeir vildu að hann hætti að þá harðneitaði karlinn þannig að.


VÁ: Mér fannst athyglisvert að þú segir að það hafi ekki hvarflað að þér að hætta eftir að hrunið
varð, vegna þess að – og með því er ég alls ekki að gefa í skyn að þú berir ábyrgð á hruninu umfram
annan – en hérna samt hafði orðið hrun þar sem að þín stofnun lék vissulega stórt hlutverk og
ráðherrar sem komu að þessu og Fjármálaeftirlit. Er það ekki bara eðlileg viðbrögð í lýðræðisríki,
burt séð frá því hvernig maður skynjar sína eigin ábyrgð að ja, víkja?


DO: Nei, það fannst mér ekki, vegna þess að eins og ég segi, ég, Seðlabankinn hafði að sínu leyti
staðið við allt sitt, hann hafði staðið við allt sitt og rúmlega það. Þegar að allt hrundi að þá sá hann
hér um að kerfið, venjulegt bankakerfi og við – þó að ég kannski hafi ekki tekið mikinn þátt í því –
við gerðum þar hluti sem við höfðum engar lagaheimildir til. Við ábyrgðumst öll vísakort allra
landsmanna. Engin lagaheimild fyrir því. Hvar sem þeir voru í heiminum. Það skildi enginn það,
það hrundu allir bankarnir en það gátu allir borgað með vísakortunum sínum, það var út af því að
Seðlabankinn gaf út tilkynningu, sem hann hafði enga heimild til, um það að hann mundi ábyrgjast
öll vísakort manna. Eins gott að menn vissu það ekki, því þá hefðu þeir kannski farið að taka út það
sem þeir áttu ekki fyrir. En þetta var dæmi um það að menn réðu við það sem þeir voru að gera,
menn réðu við það sem þeir voru að gera. Þannig að mér fannst alveg sjálfsagt og eðlilegt og ég taldi áttúrulega þessa aðför sem síðan var gerð að Seðlabankanum stórkostlega skaðlega, eins og hefur ýnt sig, það var sagt að það yrði að reka Seðlabankastjórana til að, þá mundi gengið fara að styrkjast g endurreisnin hafast, gengið hefur hrunið og ekki náð sér á strik síðan, sú er staðreyndin, sú er staðreyndin.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband