6. Ákvörðun um hæfi Vilhjálms Árnasonar – 10. apríl 2010

Á fundi rannsóknarnefndar Alþingis 10. apríl 2010 er tekið fyrir bréf Davíðs Oddssonar, fyrrverandi
formanns stjórnar Seðlabanka Íslands, sem barst nefndinni 24. febrúar 2010. Í bréfinu lýsti Davíð m.a. því viðhorfi sínu að starfsmaður nefndarinnar, sem Davíð nafngreinir ekki, hefði gert sig vanhæfan með spurningum sem hann lagði fyrir Davíð við skýrslutöku. Davíð Oddsson var kvaddur til skýrslutöku fyrir rannsóknarnefnd Alþingis 7. og 12. ágúst 2009, svo og 4. janúar 2010. Miðað við efni þeirra ummæla sem Davíð vísar til virðist þar átt við spurningar sem Vilhjálmur Árnason, prófessor og formaður vinnuhóps um siðferði, beindi til Davíðs Oddssonar 12. ágúst 2009. Erindi Davíðs er tekið til afgreiðslu í nefndinni samkvæmt 3. gr. laga nr. 142/2008.

6.1. Erindi Davíðs Oddssonar Í bréfi Davíðs Oddssonar frá 24. febrúar 2010 segir m.a svo:
„Þá vil ég láta þess getið, að er ég kom til skýrslugjafar fyrir nefndinni tók að spyrja mig
einstaklingur, er starfar á vegum nefndarinnar. Hóf hann spurningar sínar á því að upplýsa mig um
að hann teldi mig að minnsta kosti „ekki einan bera ábyrgð á bankahruninu. Þá varð hlutaðeigandi
maður ítrekað skilinn svo að hann lýsti mikilli furðu á að ég hefði ekki fyrir löngu sagt af mér embætti mínu. Þarf ekki að hafa mörg orð um hversu vandlega umræddur einstaklingur hefur með
þessum yfirlýsingum gert sig vanhæfan til starfs fyrir nefndina. Vænti ég staðfestingar nefndarinnar á því, að umræddur einstaklingur hafi á engan hátt komið að því að móta skoðanir eða aðrar
niðurstöður er tengjast mínum störfum, minna samstarfsmanna eða annarra er á sama sviði hafa
starfað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband