Skemmtilegt hvernig nefndin tók Dabba í nefið

Hann reiðir nú ekki vitið í þverpokum blessaður og öll viðleitni til að mennta hann hefur farið inn um annað og svo beint út um hitt. Bullið í honum fyrir nefndinni er ótrúlegt, annað hvort hefur hann verið á mjög sterkum lyfjum eða gleymt að taka þau. Ekki er von að vel hafi farið með slíkan speking við stjórnvölinn og álíka þunna náhirð til ráðuneytis. Napóleon Bonaparte lét víst svo um mælt að heimska þyrfti yfirleitt ekki að vera til trafala í pólitík og hefur það glögglega birst hér lengi. Amen og kúmen.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ef þessi skýrsla mun ekki afklæða Davíðsmýtuna fyrir autrúa þjóð þá er okkur ekki viðbjargandi. Davíð getur rifið kjaft, það getur forseti vor líka. Á íslandi er þeir flottastir sem geta rifið kjaft og "sett ofaní" andstæðinga sína. Þú þarft ekkert að kunna nema að rífa kjaft til að komast til æðstu metorða.

Gísli Ingvarsson, 14.4.2010 kl. 19:49

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Nákvæmlega, þetta er ekkert nema kjafturinn. Síðan safnast að vonlausir lukkuriddarar og jábræður á svipuðu stigi og raða sér í að skemma skólakerfið, fjölmiðla og annað sem stýrir veruleikaskynjun almennings. Það eru engar hugsjónir, engin hugmyndafræði og engin menntun, bara einhverjar gervigráður úr gerviháskólum. Bara græðgi og sjúkleg efnishyggja. Og afleiðingarnar blasa við.

Baldur Fjölnisson, 14.4.2010 kl. 20:04

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Dabbi garmurinn er náttúrlega vanur samskiptum við hálfvita (undanskil konuna hans) og rannsóknarnefndin étur hann því ifandi.

6.2. Útskrift úr skýrslutöku Davíðs Oddssonar fyrir rannsóknarnefnd Alþingis 12.
ágúst 2009
Undir lok skýrslutöku hinn 12. ágúst 2009 lagði Vilhjálmur Árnason spurningar fyrir Davíð Oddsson
ásamt Tryggva Gunnarssyni og Páli Hreinssyni er lutu að stjórnsýslu, siðferðilegri hlutverkaábyrgð o.fl. Í
samræmi við 2. mgr. 8. gr. laga nr. 142/2008 var skýrslan hljóðrituð. Sá þáttur skýrslutökunnar sem
Davíð vísar til fer hér á eftir í útskrift af upptökunni. Tekið skal fram að teknar eru með spurningar og
svör bæði undan og á eftir þeim orðum sem Davíð vísar til svo ljóst sé í hvaða samhengi umrædd orð
voru látin falla:
„TG: Þetta er bara spurningin um það hvort að þessar reglur — nú er nú búið að formbinda í sjálfu
sér ákvarðanir og afskipti stjórnvaldanna af þriðja aðila, þ.e. borgurunum og slíku, en þá liggur eftir
í raun og veru innri vinnubrögð stjórnsýslunnar og samskipti milli stjórnsýslunnar og það er akkúrat
kannski það sem að við erum að glíma við og þessi þróun að...
DO: T.d. það sem við höfum beinlínis, ég segi við höfum eða Seðlabankinn hefur, við höfðum,
heimildir til að setja mönnum reglur, eins og varðandi gjaldmiðlahlutfall eða lausafjárstreymi, það
var jafnan gert skriflega. Það var jafnan gert skriflega. En það sem við höfðum bara eiginlega svona,
gátum lýst áhyggjum okkar eða umvöndun eða þess háttar, það var gjarnan gert munnlega og þannig
held ég að þannig hagi allir seðlabankar sér. Ég held að það sé algjörlega, það sé ekki af því að við
séum fámennir og það allt saman og kunningjasamfélag. Seðlabankaheimurinn t.d. er eitthvert
mesta kunningjasamfélag sem ég hef séð, bara eitthvert mesta kunningjasamfélag sem ég hef séð og
þetta eru svo stór ríki, þetta er algjörlega lokaður klúbbur manna sem þora ekki að tala við neina
aðra heldur en þessa sömu menn. Nú við vitum það í Frakklandi koma allir valdamennirnir úr sama
skólanum, tiltölulega fámennum skóla. Þannig að þetta er, sem er þá ennþá lokaðri klíka sem að
enginn kemst inn í. Þannig að menn mega ekki gefa sér endilega að fámennið hér geri það að
verkum að við högum okkar eitthvað undarlega, ég held að fámennið oft reyndar sýni það að við
erum fljótari að snúa okkur við fyrir vikið. Það held ég. En það er enginn núna sem sér meira eftir
því þegar að, sérstaklega þegar ég sit hérna hjá ykkur, að hafa ekki meira bréfað og þegar ég heyri
það jafnvel að sumir hérna vilji ekki kannast við, eins og ástandið er, það sem við erum að segja, þá
er maður í vanda.
VÁ: Er það ekki líka svolítið þröngt að þó að það sé auðvitað grundvallaratriði að skilja ábyrgð sína
sem embættismanns lagalegum skilningi, er einhver siðferðilegt inntak í svona hlutverkaábyrgðinni
sem að, ef að þú skynjar að allt er að fara úr böndunum en þú sérð á lagabókstafnum: Ja, þetta er
ekki alveg í mínum verkahring. Þú hefur raunar lýst því að þú hafir farið umfram hann.

Baldur Fjölnisson, 14.4.2010 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband