7.1.2010 | 18:48
Það sem raunverulega býr að baki Icesave histeríunni
Opinberlega er mikið látið með Breta og Hollendinga í því sambandi og eru það vissulega áhrifavaldar að vissu marki en mikilvægasti þrýstingurinn á núverandi seppa við stjórn landsins kemur þó frá Svíum. Sænskir bankar eru í hroðalegu kviksyndi í alveg fallít frjálshyggjubrunarústum í Eystrasaltslöndunum og þurfa nauðsynlega að kaupa tíma til að reyna að ljúga þau ævintýri áfram. Umfram allt mega dómínókubbarnir ekki byrja að hrynja, þá fer skriðan af stað og gjaldþrotin verða sífellt stærri þar til kemur að stærstu þrotabúunum. Gjaldþrot Bretlands og Bandaríkjanna mun sjálfsagt skapa mikla hættu á stórstyrjöld (hefðbundin og reglubundin lausn á siðferðilegu og fjárhagslegu gjaldþroti kapítalísks kerfis) en slíkt er nú á dögum erfitt og stórhættulegt að ljúga af stað vegna lagera af kjarnorkuvopnum og öðrum óþverra sem getur eytt öllu lífi.
Þetta dauðasjúka og gjörspillta alþjóðlega fjármálakerfi og pólitískar eignir þess lafa sem sagt orðið á lyginni einni saman og fresta eigin hruni með því að reyna að hindra óæskileg fordæmi. Þessi vandræðagangur skiilar sér síðan í seppana hér heima og ætti að skýra bjálfalega framgöngu þeirra. Lifið heil.
Um bloggið
Baldur Fjölnisson
Nýjustu færslur
- Torfi Stefáns bannaður ævilangt
- OL í skák. Landinn malaði Keníu í 9. umferð
- OL í skák: Landinn í 88. sæti eftir 8 umferðir
- Meðaljónar í skákinni
- Baggalútur - Sagan af Jesúsi
- Eitrað fyrir lýðnum?
- Óvenjulega döpur taflmennska innfæddra einkennir Reyjavíkursk...
- U.S. Rushes Coolant to Japanese Nuke Plant After Earthquake
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Agný
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kjartansson
-
Björgvin Gunnarsson
-
Brynjar Jóhannsson
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
FreedomFries
-
Fríða Eyland
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gestur Guðjónsson
-
Gils N. Eggerz
-
Gullvagninn
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Gísli Hjálmar
-
Hagbarður
-
Halla Rut
-
Haraldur Haraldsson
-
Hilmar Kári Hallbjörnsson
-
Hlekkur
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Jens Guð
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jón Aðalsteinn Jónsson
-
Jón Ragnarsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Karl Tómasson
-
Kári Magnússon
-
Loopman
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Promotor Fidei
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sandra María Sigurðardóttir
-
SeeingRed
-
Sigurbjörn Friðriksson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Þórðarson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
el-Toro
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Tryggvi Hjaltason
-
TómasHa
-
Túrilla
-
Upprétti Apinn
-
gudni.is
-
haraldurhar
-
proletariat
-
Ívar Pálsson
-
Ómar Ragnarsson
-
Ónefnd
-
Óskar
-
Óskar Helgi Helgason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Þórir Kjartansson
-
Arnar Guðmundsson
-
Bara Steini
-
Birgir R.
-
Birgir Rúnar Sæmundsson
-
brahim
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bwahahaha...
-
Dingli
-
eysi
-
Gestur Kristmundsson
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Hlini Melsteð Jóngeirsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
kreppukallinn
-
Kristín Magdalena Ágústsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Neo
-
Orgar
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rauði Oktober
-
Skákfélagið Goðinn
-
Sveinn Þór Hrafnsson
-
Vilhjálmur Árnason
-
Þór Ludwig Stiefel TORA
Athugasemdir
Það skildi þó ekki verða raunin að við fyrir slysni og okkar yndislegu þvermóðsku sem að ég tel þjóðarauð yrðum til að bæta peningalegt siðferði heimsins :) Það væri hálf fyndið :=
Jón Aðalsteinn Jónsson, 7.1.2010 kl. 20:46
Þarna kemur þú með afar áhugaverðan vinkil á þetta mál. Verð að viðurkenna að ég hafði ekki minnstu glóru um þetta.
Jóhann Elíasson, 7.1.2010 kl. 21:24
Það er allt í lagi með landann sem slíkan, hann hefur bara verið heilaþveginn með þessu gervilýðræði og gúmmístimplum við Austurvöll í boði fjárhagslegra kostenda. Og það hefur vantað íslenska hugmyndafræði í þessu pólitíska hóruhúsi fjórskipta einflokksins. Það liggur kannski frekar á bakinu ef kúnnarnir koma úr vestri og á fjórum fótum ef það trekkir betur úr austri, mikið meira er nú varla á bak við það.
En við höfum allt til að tryggja sterkan gjaldmiðil og öfluga stöðu í framtíðinni. Við höfum vatn og orku og frjósaman jarðveg og gjöful fiskimið og frábæran túristamarkað. Leppadót í eigu erlendra hagsmunaaðila sem fíflast við stjórn landsins mun ekki geta rakkað þetta niður og afhenda það erlendum eigendum sínum fyrir slikk. Það er mín sannfæring.
Baldur Fjölnisson, 7.1.2010 kl. 21:46
Jóhann, svíarnir eru hrikalega klárir og hefur tekist á snilldarlegan hátt að leika tveimur skjöldum og þéna feitt á öllu saman. Þetta eru heimsins mestu friðardúfur en selja orustuþotur og fallbyssur út um hvippinn og hvappinn. Ef þú þarft að framleiða gæðastál þarftu úrvals járngrýti. Þannig að svíar héldu uppi stríðsmaskínu Hitlers og komust upp með það sem sýnir að allt þetta hernaðarbrölt og vígbúnaður og terror hollywoodsjó eru bara ómerkilegar sviðsetningar en afar ábatasamar fyrir þá sem skaffa hergögnin. Sama er að segja um furðuleg fjármálaskím sem hafa hrunið og verið vísað á ríkissjóði. Þetta er ein fokking leiksýning.
Baldur Fjölnisson, 7.1.2010 kl. 22:12
Þetta er náttúrlega náskylt okkur og sækir því gáfurnar úr sama grunninum en við höfum samt orðið einhvers konar misheppnaður ógeðsdrykkur af þeim og ameríkönum og erum núna á hausnum eftir þá sem blönduðu þann kokkteil. En innra eðli þjóðarinnar hefur samt ekki breyst hið minnsta. Þannig að það er bara að reyna aftur og gera betur. Allt er á geysilegum hraða í nútímanum. Það eru rosalegar tæknibyltingar í gangi og sér engan veginn fyrir endann á þeim og vinnuafl verður hröðum skrefum úrrelt. En auðvitað vilja menn viðhalda status quo og sínum hagsmunum og sinni hillu sem þeir hafa komið ser fyrir á. Tæknihraðinn hefur farið framúr manninum og hraðinn eykst sífellt meira og þetta misgengi hefur birst í örvæntingarfullum terror hollywoodsjóum og geðsjúkum stríðslygum og ómðgulegum fjármálaskímum. Og sér engan veginn fyrir endann á þeim sjóum nema síður væri.
Baldur Fjölnisson, 7.1.2010 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.