Össur er að trompast á að vera í stjórn með kálhausum íhaldsins og vegur nú húskarla þess

Geðstjórnmálafræði er ný fræðigrein og þarf mikla umfjöllun og mótun þannig að hægt sé að búa til nýjar atvinnuleysisgeymslur í kringum hana.

Vandamálið með sósíalista hefur alltaf verið að þeir hafa lesið alveg rosalega mikið. Og þeir hafa alltaf verið að þusa um sögulega þróun. Þið getið ímyndað ykkur hvað gerist þegar fólk sem telur skv. Dabba og Dóra og Bush og heilaþvegnum lærisveinum þeirra lendir í stjórn með mönnum sem hafa raunverulega lesið heilu bækurnar.


Lélegt menntunarstig á Íslandi er skv. stefnu. Einn alheilagasti auglýsingafrasi nútíma heilaþvottar er að skólakerfið eigi að vera í þágu atvinnulífsins

Sem að sjálfsögðu skilar herskörum þægra þræla sem jafnframt eru afar duglegir neytendur og lántakendur. Árangur þessarar stefnu blasir við. Nám í framhaldsskólum er í stórum stíl eins konar aukavinna nemendanna ef þeir þá líta yfirleitt á það sem vinnu. Kennarar tala um versnandi mætingar og hrynjandi heimavinnu. Margir nemendur virðast mæta í skólana af einhvers konar illri nauðsyn, brottfall er mikið og vaxandi. Þetta er einn risavaxinn og grátbroslegur brandari. Dulið atvinnuleysi á Íslandi er greinilega amk. á milli 5 og 10%.

Djöfull er þetta brilljant eitraður texti hjá Össuri. LOL

Sjálfseyðing ungstirnis

Byltingin étur börnin sín. Það sannast á Gísla Marteini. Hann var í lykilstöðu þegar hann hóf byltinguna gegn Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni.

 Gísli var nýbúinn að fá fleiri þúsund aktvæði í slag um efsta sætið við Villa – og var sannarlega hinn smurði kandídat heimastjórnarvængsins til íhaldsþinga. Topparnir elskuðu hann, og litu á frægt sjónvarpsandlit sem tryggingu um atkvæði og vissa greind götustráksins. Strax þegar í fyrsta meirihlutann kom fóru að vakna efasemdir um Gísla. Hann átti erfitt með að tjá sig æsingalaust, var linur í þáttum, og í starfinu sjálfu fékk hann undarlega djúpan áhuga á að drepa máva á tjörninni. Hvað lá eftir Gísla Martein þegar kom að atburðarrásinni kringum REI? Ekkert, nema hræin af mávunum sem hann lét embættismenn skjóta og stillti sér svo upp hjá einsog Rambó sjálfur. Þetta verkaði hálfhjákátlegt og á þessu stigi var stjarna hans þegar tekin að hníga.  Æstur gjallandi í stað glaðrar raddar sjónvarpsbarnsins, tindrandi augu spámannsins sem var eins og að koma úr langri föstu utan af eyðimörkinni – þetta varð að myndinni af hinum unga stjórnmálamanni, sem minnir í dag óþægilega á framkomu nýja borgarstjórans. Það  rímaði alls ekki við myndina af hinum sterka unga leiðtoga sem maskinan reyndi að breiða út. Ég sá þetta sjálfur í þáttum, þar sem við sátum og Gísli var einsog festur upp á þráð. REI málið hamfletti hann svo einsog lundann, sem sjávarúvegsráðherrann veiðir árvisst án leyfis. Allir vissu, að hann var operatörinn í árásunum á Vilhjálm, beinlínis til að klekkja á manni sem sat í stöðu, sem hann girntist. Gísli lék rulluna svo illa, að engum duldist að hann var maðurinn sem stýrði aðförinni að borgarstjóranum, missti atburðarrásina úr höndum sér af pólitískum barnaskap, og var því gerður ábyrgur fyrir missi meirihlutans og mestu niðurlægingu Sjálfstæðisflokksins í áratugi.. Í flokknum er honum kennt um ófarir flokksins, auk Villa sjálfs. Það kom augljóslega fram í könnun Capacents í kvöld, sem var í senn krýning Hönnu Birnu og pólitísk fall Gísla Marteins. 

Mér er til efs að hann fari aftur í prófkjör. Asnaðist hann til þess er líklegt að hann fái mjög veika kosninga, og endi sem liðið lík í pólitísku tilliti. Ég dreg því þá ályktun af þróun mála í borginni, að Gísli sé eitt þeirra tveggja fórnarlamba sem liggja í slóð REI. Hitt er Vilhjálmur sjálfur - amk. einsog sakir standa.

 Tragikómedían í atburðarrásinni er sú, að hinn örvumprúði bardagamaður sem ætlaði reka Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson ofan ætternisstapa, og taka þá orkubræður Hjörleif Kvaran og Guðmund Þóróddsson í bókstaflegt slátur – er sjálfur fyrsta vegna fórnarlamb REI málsins.  Eftir könnunina í kvöld er ferill Gísla Marteins í raun búinn. Hann á engan séns í leiðtogasætið, og fær að híma í nefndum fram að prófkjöri, sem hann verður varla svo vitlaus að fara í til þess eins að hrynja niður listans í stöðu hins dauða hross sem allir munu beita svipu sinni og pískum á. Gísli Marteinn er búinn sem stjórnmálamaður af stærð, meðan Hanna Birna er að vaxa upp í verulega öflugan stjórnmálamann, og mun auðvitað taka sviðið. 

 

Og meðan Villi þraukar sem borgarfulltrúi – sem ég vona hann geri – er útilokað að setja byssuna á Hjörleif og Guðmund, hversu hrokafullir þeir kunna að hafa verið gagnvart særðu stolti Júróvisjónstjörnurnar. Það er einfaldlega ekki hægt að reka þá ef enginn borgarfulltrúi axlar ábyrgð með svipuðum hætti og Björn Ingi, sem endurheimti æru sína. 

Hinn grátlegi gamanleikur atburðarrásarinnar er sá, að maðurinn sem startaði henni og ætlaði að láta hana lyft sér til æðstu metorða í borginni – þvi auðvitað var plott Gísla Marteins að veikja Villa nóg til að hann sjálfur fengi oddvitastöðuna – liggur í pólitísku blóði sínu fyrir eigin tilverknað og á sér varla afturkvæmt hema kraftaverk gerist. Hann klúðraði fyrsta sandkassaleiknum sínum.

 Biblían segir að vísu að kraftaverkin gerist á morgnana, en þá er Gísli yfirleitt sofandi – meðan götustrákar einsog ég blogga á örmiðli mínum og Þorsteinn dómari Oddsson á Vef-Þjóðviljanum sínum.

 

 


Geðhagfræði og geðstjórnmálafræði - nýjar greinar og mikilvægir vaxtarbroddar sem munu koma háskólum okkar á toppinn í heiminum.

27. janúar 2003
| Heilbrigðismál
| Tinna Traustadóttir

  
Sjúkdómsvæðing og stóraukin notkun geðlyfja

Í kjölfar viðtals við Jóhann Ágúst Sigurðsson prófessor í heimilislækningum sem birtist í Morgunblaðinu 13. október síðastliðinn hófust miklar umræður um sjúkdómavæðingu en í viðtalinu hélt Jóhann því fram að verið sé að búa til sjúklinga og sjúkdóma.  Og að slíkt hefði kostnað í för með sér fyrir heilbrigðiskerfið og væri að hluta til skýringin á því hversu mikið heilbrigðiskerfið þendist út.  Í DV nýverið (18. janúar 2003) er svo annað viðtal við Jóhann þar sem rætt er um þá gríðarlegu aukningu sem átt hefur sér stað í notkun geðlyfja á Íslandi á síðustu árum og því haldið fram að samfélagið, eins og það er í dag, framleiði sjúklinga sem þjáist af kvíðaröskunum.    

Neysla geðlyfja á Íslandi í samanburði við Norðurlöndin
Þegar litið er til Norðurlandanna kemur í ljós að Íslendingar eiga Norðurlandametið í neyslu geðlyfja.  Árið 2001 voru þannig seldir tæplega 80 dagsskammtar á hverja 1000 íbúa á Íslandi sem er tvöfalt meira en í Danmörku og Finnlandi.  Í Noregi er salan um 45 dagsskammtar á hverja 1000 íbúa. Svíar sem eru næsthæstir í þessu tilliti með um 55 DDD/ 1000 íbúa komast ekki með tærnar þar sem við erum með hælana.  Neysla þessara lyfja hefur aukist hratt frá því að þau voru fyrst sett á markað árið 1988 og hefur nú meira en tífaldast frá því sem þá var. Kostnaðurinn samfara allri þessari neyslu á geðlyfjum er gríðarlegur og fer vaxandi. Þannig var kostnaðurinn rúmar 100 milljónir árið 1989 og var kominn í um 800 milljónir króna árið 1999. Síðasta ár toppar allt en þá voru geðlyf seld fyrir 1,3 milljarða. 

Ljóst er að sprenging hefur orðið í notkun geðlyfja sem er kannski ekki svo skrítið í ljósi þess að rannsóknum víðs vegar að hefur borið vel saman um að þunglyndi sé vanmeðhöndlað og þess vegna gleðiefni að fleiri sem á þurfi að halda njóti nú þeirra úrræða sem til eru.  Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur þunglyndi vera vaxandi vandamál og því ekki útlit fyrir að draga fari úr notkun geðlyfja fyrr en menn reyni fleiri aðferðir til þess að stemma stigu við vandanum. 

Þunglyndi og kvíði oft samfélagslegt vandamál
Í viðtalinu í DV bendir Jóhann á að nær sé að ráðast að rótum vandans en að skrifa upp á lyf án þess að fara í saumana á hvað liggur að baki. Þannig tekur hann sem dæmi að í mörgum tilfellum leiði kynferðisleg misnotkun og einelti til þunglyndis og eða kvíða.  Önnur atriði ekki síður mikilvæg eru misnotkun á áfengi og öðrum vímuefnum en sýnt hefur verið fram á tengsl milli neyslu og þunglyndis og kvíða.  Þá er talið að mikil og langvarandi streita geti einnig lagt lóð á vogarskálarnar. Þunglyndi helst í hendur við fjölda erfiðra atburða og áfalla á lífsleiðinni (e. negative life events) en dæmi um það geta verið ofangreind atriði auk fjölda annarra.  Einnig er mikilvægt að hafa í huga að geðsjúkdómar á borð við þunglyndi og kvíða geta verið ættgengir og orsakanna því ekki að leyta í ytri aðstæðum.

Má ekki gera forvarnarstarf tortryggilegt
Í viðtalinu í Morgunblaðinu 13. október sl. segir Jóhann og vitnar þar í British Medical Journal: ”Aðferðin við að búa til og selja sjúkdóma er alltaf sú sama. Fjölmiðlum eru sendar upplýsingar um ástand eða sjúkdóm, sem áður hefur verið ómeðhöndlaður eða lítill gaumur gefinn.  Gefið er í skyn að um sé að ræða algengt og alvarlegt ástand sem hægt sé að meðhöndla.  Algengi þessa ástands er magnað upp og reynt að búa til þörf sem ekki var til staðar áður þar sem markmiðið er að skapa ótta almennings.  Jafnframt er bent á nýjustu meðferðina og nýjustu tækin til greiningar.”   Hægt er að taka undir með Jóhanni um nauðsyn þess að fjölmiðlar, stjórnmálamenn og aðrir vegi og meti þær upplýsingar sem fyrir þá eru á borð bornar.  Hins vegar má ekki gleymast í þessari umræðu að forvarnar- og fræðslustarf á að gegna mikilvægu hlutverki í heilbrigðiskerfinu.  Því nauðsynlegt er að almenningur sé vel upplýstur um helstu einkenni og afleiðingar sjúkdóma eins og þunglyndi.  Enda er fólk líklegra til þess að leita sér aðstoðar ef það býr yfir slíkri vitneskju og fá þar með greiningu og meðhöndlun við hæfi.  Það má líka vel vera að ein af ástæðum þess hve kostnaðarsamt heilbrigðiskerfið sé sú að sjúklingar komist of seint undir læknishendur og meðferð því torsóttari og batahorfur verri. 


Uppkjaftagangur þenur út fjármálabólur. Þegar vísitala niðurkjaftagangs fer fram úr vísitölu uppkjaftagangs hrynur hin síðarnefnda.

Frétt af mbl.is

  Vísar frétt Børsen á bug

Viðskipti | mbl.is | 20.2.2008 | 14:49
Kaupþing banki Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður Kaupþings, segir að Kaupþing vísi frétt Børsen.dk algjörlega á bug. Í frétt Børsen er haft eftir yfirmanni greiningardeildar Saxo Bank að aldrei áður hafi verið jafn miklar líkur á því að Kaupþing yrði gjaldþrota og nú.
Lesa meira
"""

Kjaftagangur hefur ákveðin vafningsáhrif

Hann bætir við að því sé ekki að leyna að hátt skuldatryggingaálag, ef það helst lengi, er áhyggjuefni en bankinn hefur engar áætlanir um eða þörf á að fjármagna sig á núverandi kjörum.

„Þessa dagana virðst kjaftagangur hafa ákveðin vafningsáhrif þar sem skuldatryggingaálagið kallar á neikvæða umfjöllun ekki síst frá þeim sem hafa hag af lækkandi gengi skuldabréfanna og sú neikvæða umfjöllun ýtir svo aftur við álaginu.

Þess ber þó að gæta að markaðurinn fyrir skuldatryggingaálög er ákaflega ógagnsær og að því virðist drifinn af stemmningu. Þannig eru t.d. enginn verðmatslíkön að baki verði skuldatrygginganna og ekkert regluverk nær utan um þann markað.

Við teljum að það muni ekki standast til langs tíma að skuldatryggingaálög bankans séu svo langt úr takti við raunverulega stöðu hans.

Í fyrst lagi teljum við að sá órói sem er í kringum efnahag Íslands, í öðru lagi teljum við markaðurinn muni bregðast vel við lausafjárstöðu okkar, en Kaupþing var vitanlega búið að undirbúa yfirtöku sem síðar var fallið frá og þannig jókst verulega lausafé bankans og loks í þriðja lagi ætlum við okkur að sýna með uppgjöri fyrsta ársfjórðung að verulega hafi dregið úr útlánavexti að unnið sé að því að draga úr kostnaði og að grunn rekstur bankans sé traustur þrátt fyrir niðursveiflu á mörkuðum," segir Sigurður Einarsson."""


mbl.is Vísar frétt Børsen á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband