Líklegt að hlutabréfamarkaðurinn gufi upp að mestu þegar verslun hefst með hluti í bönkunum

Það virðist vera allsherjarslátrun í gangi á því fáa sem verslað er með núna, Bakkavör td. niður um 8-9% í dag, Marel niður um 10% og Össur niður um 4%. Sennilega fellur markaðurinn um 1000 punkta amk. þegar bankarnir koma aftur inn.

Þúsund milljarða halli ríkissjóðs, óðaverðbólga og stórfelldar skattahækkanir er það augljósa í stöðunni

Tjónið hefur verið skipulega hámarkað með því að bíða, hunsa allar aðvaranir og láta eins og allt væri í himnalagi. Að þessu hafa unnið saman bankaveldið og pólitískar eignir þess og ruslveitur (sem enginn heilvita maður kallar lengur því hátíðlega nafni fjölmiðla) í eigu bankaveldisins. Þetta blasir við og verður ekki umflúið. Hvernig þessi glæpamaskína getur sloppið við opinbera rannsókn og eftir atvikum lögsókn er mér hulið en allt er víst hægt hérna á litlu Sikiley.

Við fórum meira að segja í stríð vegna þess að vinir Dabba í Washington ætluðu að redda okkur

En þegar var orðið hægt að keyra Hummer um afturendann á þessu leppadóti hérna gafst kaninn upp á því hjakki og flaug á brott og eftir sátu hnípnar ##### í vanda. Ekki risti nú sú vinátta djúpt. En núna verður ekkert minnst á rússneskar sprengjuflugvélar og rússneska ógnin sem hálfvitar hafa bullað um, hún gufar endanlega upp eftir hádegið, hahahahahaha.

Stóreigendur pólitíkusa og og annarra vistmanna við Arnarhól, í greiðslustöðvun

Viðskipti | mbl.is | 7.10.2008 | 10:20

Samson óskar eftir greiðslustöðvun

Stjórn Samson eignarhaldsfélags, sem er í eigu feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar,  hefur óskað eftir því við Héraðsdóm Reykjavíkur að félaginu verði veitt heimild til greiðslustöðvunar. Gert er ráð fyrir að beiðnin verði tekin fyrir og afgreidd með heimild til greiðslustöðvunar í dag og aðstoðarmaður á greiðslustöðvunartíma skipaður.

Samson Global Holdings S.a.r.l.  er stærsti einstaki hluthafi Straums og á 34,31% af hlutafé bankans.  Landsbanki Luxembourg S.A. á 21,85% og Landsbanki Íslands hf. á 5,56%. Samson eignarhaldsfélag er stærsti hluthafi Landsbankans með 41,85% hlut, Landsbanki Luxembourg S.A.  á  8,07% og Landsbanki Íslands hf. á 4,64%.


Þetta ætti að skrúfa niður kjaftaþvæluna í Birni Bjarna og öðrum bandar. leppum, amk. í bili

Sendiherra Rússlands á Íslandi, Victor I. Tatarintsev, tilkynnti formanni bankastjórnar Seðlabankans í morgun að staðfest hefði verið að Rússland myndi veita Íslandi lánafyrirgreiðslu að upphæð 4 milljarðar evra, jafnvirði rúmlega 620 milljarða króna, á skráðu gengi Seðlabankans.

Í tilkynningu frá Seðlabankanum kemur fram að lánið mun verða til 3 - 4 ára á kjörum sem munu verða á bilinu 30 - 50 punktum yfir Libor-vöxtum.  Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, hefur staðfest þessa ákvörðun.
 
Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir, að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hafi hafið athugun á möguleikum á slíkri lánafyrirgreiðslu á miðju sumri. Sérfræðingar Seðlabanka og stjórnarráðsins munu halda til Moskvu mjög fljótlega.
 
Lánafyrirgreiðsla af þessu tagi mun treysta mjög gjaldeyrisforða Íslands og styrkja grundvöll íslensku krónunnar, að sögn Seðlabankans. mbl.is

Samrúnkansi tilfinningaklámsmaskína kerfisins hefur lítinn árangur

Viðskipti | mbl | 6.10 | 22:47

S&P lækkar lánshæfiseinkunn Íslands

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í kvöld lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins. Langtímaeinkunn ríkissjóðs vegna skuldbindinga í íslenskum krónum var lækkuð úr A+/A-1 í BBB+/A-1 og einkunn vegna skuldbindinga í erlendri mynt var lækkuð úr A-/A-2 í BBB/A-3. Meira


Andrés Önd forsætisráðherra og Mikki Mús seðlabankastjóri munu redda þessu öllu saman

Það er brú á sveitavegi Langanesi sem ég hef nýlega eignast og býr hún yfir ótrúlegum viðskiptamöguleikum. Góðfúslega hafið samband svo ég geti losað yður við fjármuni yðar.

Örvæntingarglamur tilfinningaklámmafíu í gangi

Það er rosalegt að horfa upp á þetta og sérlega lýsandi hvernig þessi
mafía öll forðast að ræða algjört hrun gjaldmiðilsins. Það eru skilaboð
markaðarins um að eitthvað fúndamentalt vonlaust sé í gangi í
efnahagslífinu. Eins og í Simbabwe. Eftir því sem gengið hefur hrunið
hafa pólitískar skækjur keppst um að fullvissa ykkur um að botninum sé
náð og núna er allt opinberlega á hausnum en þessar sömu skækjur sem
aðeins eru nothæfar sem gagnvísar ætla að redda því. Einmitt. En ég
held að markaðurinn muni sem fyrr ekkert mark taka á þessum
ruglustrumpum og gjaldmiðillinn muni áfram hrynja. Kannski stoppar
evran við 200 kall ég vona það allavega.

Helsti gallinn við boðaðar aðgerðir er að ríkissjóður er þegar algjörlega gjaldþrota

Í lok 2. ársfjórðungs var erlend staða hans neikvæð um 500 milljarða króna og varla hefur hún skánað síðan nema síður væri. Það er því ekki verið að bjóða upp á neitt sérstakt, bara að reyna að væla sig einhvern veginn áfram og framar öllu að halda völdum einhvern veginn.

http://sedlabanki.is/?pageid=444&itemid=684d7b4a-7b6d-4a49-8b0c-f62d792fd59a&nextday=4&nextmonth=12

Þannig mun þessi gjörónýta ríkisstjórn halda áfram að hámarka tjón almennings og tryggja áfram að krónan verði að engu. Fyrir nokkrum dögum fullvissaði fjármálaeftirlitið landsmenn enn einu sinni um að bankakerfið stæðist einhver merkileg álagspróf og síðan rúllar þetta allt snarlega á hausinn. Síðan á þetta augljóslega heilabilaða batterí að fá eins konar alræðisvald og ber sú ráðstöfun áfram vott um brjálsemi og heimsku í æðstu stöðum. Skárra hefði verið að þora að taka á hinu augljósa: landið hefur verið sett á hausinn við höfum tepað okkar efnahagslega sjálfstæði og skárra er að setja þrotabúið undir stjórn erlendra stofnana en að láta rugludalla í ríkisstjórninni sökkva skútunni endanlega. 


Geir Haarde, meistari innihaldsleysisins, hefur lokið máli sínu

Það er ömurlegt að hlusta á aumingja manninn. Þetta er lítið annað en andleg eyðimörk. Hvernig hann fer að því að blaðra í kortér án þess að segja nokkurn skapaðan hlut er mér hulið. Það virðist hreinlega vera einhvers konar neikvæð sérgáfa.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Baldur Fjölnisson

Höfundur

Baldur Fjölnisson
Baldur Fjölnisson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2045164784 9dea341f49 o
  • miracle
  • ...ap_20poll

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband